Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 20
konon Elizabeth Taylor hefur nú orðið að fá sér lífvörð, vegna hótana arabiskra skæruliða. Frímerkjasöfnun er góð fri- stundaiðja, og með margra ára söfnun hefur mörgum tekizt að ná saman verðmætum söfnum. Farah Dibah keisaraynja í Persíu lánaði nýlega skartgripi sína á sýningu sem haldin var í París. Myndin er af sýningar- stúlku sem kynnti skartgripina á sýningunni. Brezki kvikmyndaleikarinn Alec Guiness á son sem hefur verið haldinn ólæknandi sjúk- dómi. Fyrir fjórum árum var Alec við kvikmyndagerð í Róma- borg og fór þá í kirkju til að biðja fyrir syninum, en skömmu seinna komu fram skýr bata- merki á syninum. Alec segir að þarna hafi guðlegur máttur ver- ið að verki, og hefur snúist til kaþólskrar trúar. Stúlkan var að skoða diska frá frægri glerverksmiðju, i Simoges í Frakklandi, þegar myndin var tekin. Nú stendur til að hækka Empyrire State Building í New York um 13 hæðir eða í 435 metra hæð og þá verður hún heimsins hæsta bygging. Franski myndhöggvarinn Oss- ip Zadkine dó árið 1967. Eitt af þeim listaverkum sem hann lét eftir sig er þessi höggmynd, sem hann nefndi fimleikamenn- irnir. Á dansleik erlendra sendiráða í París, eru þrjár ungar stúlkur að dást að fallegum blómavasa. Hin mikið dáða franska kvik- myndaleikkona Viviane Rom- ance reyndi nýlega að fremja sjálfsmorð. Orsökin til þess er sögð vera sú, að hún fékk ekki aðalhlutverkið í kvikmynd, sem átti að fara að gera.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.