Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 26
hún upp angistarstunu. Hann sleppti henni
samstundis.
„Finnst þér ég vera óaðlaðandi," spurði
hann varfærnislega.
„Nei, nei — það er ekki það. Mér — mér
fellur illa að vera kysst.
Hann leit undrandi á hana. „En — en þú
ert svo blátt áfram og eðlileg."
„Það er ég líka.“
Hann hallaði sér aftur á bak út í hornið,
og stundi.
„Ég botna bókstaflega ekkert í þér, Natalie.
Stundum ert þú elskuleg við mig, en á næsta
augnabliki ertu fráhverf mér. Þú ert undar-
leg. Stundum þegar ég hefi þig í örmum mín-
um, ertu svo fjarhuga. Ef til vill er það vegna
þess, að ég er of nærri þér, að þú virðist svo
fjarri mér. Þú segir að ég virki ekki óþægi-
lega á þig, en ég finn að það er kvalræði fyrir
þig að kyssa mig. Þetta er nú ekki sérlega
uppörvandi. Geðjast þér ekki að mér?“
„Jú, mér geðjast mjög vel að þér, Larry.
Og mér fellur mjög vel við þig, — sem vin.“
„En það er þá einhver annar?“
„Ja — nei.“ Svo endurtók hún hærra, eins
og í vonleysi. „Nei.“
„Er það satt?“
Hún snéri sér frá honum, og horfði út um
gluggann, á tunglskinið, sem lýsti upp gang-
stéttina.
„Já, það er satt, Larry. Það er ekki — það
getur ekki orðið neinn annar.“
„Þá er ekki ástæða til þess að ég missi
kjarkinn. Ég mun halda áfram að vera nær-
gætinn og elskulegur við þig, þangað til að þú
finnur með sjálfri þér, að þér geðjast að því.“
Hann tók hönd hennar, og þrýsti hana. „Held-
ur þú, að þú hafir nokkuð á móti því?“
„Ég veit það ekki,“ hvíslaði hún, þótt hún
mundi aldrei þola það, — aldrei — vegna
Bobs. Hún gat ekki þolað arma nokkurs ann-
ars manns utan um sig, og einskis manns
varir annars, við sínar, Hún vissi, að þetta
var heimskulegt. Hreint brjálæði. Hún hafði
sagt það við sjálfa sig, hundrað sinnum áður.
Það var þess vegna, sem hún þröngvaði sig
til að þiggja boð Larrys, að skemmta sér.
Henni geðjaðist vel að honum — betur en
nokkrum öðrum, sem hún hafði kynnzt, að
Bob undanskyldum.
Ef til vill kemur að því, að mér fellur Larry
enn betur, og þá tekst mér ef til vill að yfir-
vinna tilfinningar mínar til Bobs — en þó
aldrei að fullu og öllu.
En á sama augnabliki og hún fyndi faðm-
lög Larrys, og kossa hans, yrði henni ljóst,
að hún gæti aldrei gleymt Bob, vegna annars.
Það var niðurlægjandi og óhugsandi. Og það
er alltaf auðmýkjandi, að finna sönnun þess,
hversu lítið vald maður hefur yfir sínum eigin
tilfinningum.
Hann krosslagði handleggina, og andvarp-
aði. „Þú ert furðuleg stúlka, Natalie. Og sjálf-
ur skil ég ekki, hvers vegna ég get ekki hætt
að hugsa um þig. Sennilega vegna þess, að þú
ert mér ráðgáta. Þú ert svo gjörólík öllum
öðrum konum, sem ég hef kynnzt."
„Vegna þess, að ég vil ekki leyfa þér að
kyssa mig?“
„Ekki aðeins það. Flestar konur láta að
minnsta kosti svo að þeim þyki gott að láta
kyssa sig, jafnvel þótt þeim finnist það ef til
vill ekki. En þú ert aftur á móti hreinskilin
og ekki með neinn leikaraskap. Ég hefi það
á tilfinningunni, að allar þær konur, sem ég
hefi komizt í kynni við beri á sér grímu, og
svo hitti ég eina af tilviljun, sem er grímu-
laus. Þetta vekur undarlegar tilfinningar —•
einskonar aðvörunarkennd.
Hefur þú kynnzt mörgum hliðum lífsins,
Natalie? Þú ert hjúkrunarkona. Þú hefur séð
fyrir þér vissan hluta af lífinu, í gegnum
starf þitt.“
„Það er alveg rétt. Sérstaklega ef þú mein-
ar skurðaðgerðir og sjúkdóma, reglur og ör-
væntingu."
„En það eru til aðrar hliðar á lífinu. Hefur
þú aldrei kynnzt þeim. Hefur þú aldrei kynnzt
hamingju og vináttu?"
Hann þagnaði um stund, en sagði svo blíð-
lega:
„Hefur þú aldrei notið ástarinnar?“
Það var eins og henni brigði. „Viltu vera
svo vænn, að spyrja mig ekki um þá hluti,“
svaraði hún hljómlausri röddu.
Hann þagði. Hann hafði búist við ákveðnu
neii, eða brosandi viðurkenningu. Flestar kon-
ur brosa leyndardómsfullu brosi, þegar þær
eru spurðar um ástina. Margar segja að þótt
fjöldi manna hafi verið ástfangnir af þeim,
222
HEIMILISBLAÐIÐ