Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 23
hafði verið svo niðurbrotin af sjálfsásök- unum og gráti, að hann gat ekki fengið sig til að segja neitt. Hún þrýsti sér kjökrandi Upp að honum. „Elsku Bob. Ég veit að ég er slæm. Þú ert reiður við mig, sem von er. En ég var afbrýðisöm. Og svo varstu svo andstyggi- legur við mig, þegar þú fórst, um morgun- inn. Hún er sjálfsagt eins frábær og þú seg- ir, en ég get ekki gert að því, að ég hata hana, vegna þess, að þér líkar vel við hana. Þú ættir að vera upp með þér, í stað þess að vera reiður. Þetta er aðeins ein sönnun þess, hvað ég elska þig.“ Áður en hann fengi ráðrúm til að svara, hafði hún faðmað hann enn fastar að sér, og þrýst tárvotri kinninni að hans. „Elskaðu mig, Bob .. . vertu nú góður. Ég veit að ég hefi verið andstyggileg, og ég yðrast svo innilega. Kysstu mig, elsku Bob, og segðu að þú elskir hana Marjorie Davs þína.“ Hann kyssti hana á ennið, og reyndi að losa handleggi hennar af hálsi sér. Þessi barnslega iðrun, hafði þurrkað út allar ásak- animar, sem hann hafði ætlað sér að láta dynja á henni. Reiðin hafði sjatnað, og hann fann sig tilfinningalausan, gagnvart henni. Honum fannst, eins og hún væri einhver ó- kunnug kona. „Kysstu mig ekki svona, Bob ... ekki eins og ég sé gömul frænka. Kysstu mig eins og þú gerðir hér áður. Faðmaðu mig fastar að þér, og segðu að þú elskir mig. Þú verður að segja, að þú elskir mig.“ „Auðvitað elska ég þig,“ sagði hann á- herzlulaust og brosti dauflega. „Ég vildi bara óska .. .“ Hann þagnaði, og óskaði þess að hann hefði ekki sagt þetta enn einu sinni. Hvað þýddi að draga þetta á langinn? Hon- um var að finnast þetta óþolandi. „Óska hvers?“ Stundum hefi ég óskað þess, að framkoma þín væri ekki eins og hjá hræddum krakka. Það er ekki aðeins þú, sem hefur tilfinningar, heldur einnig aðrir.“ „En þér fannst einmitt það svo skemmti- legt við mig, að ég hagaði mér eins og bam. Þér fannst ekkert að því.“ Hann svaraði ekki. Það var ekki hægt. í Upphafi hafði honum fundist það ekki skipta máli. Á hveitibrauðsdögunum hafði honum fundist þessi eigingjarni bamaskapur hennar skemmtilegur og aðlaðandi. En það, sem áð- ur hafði veitt honum ánægju, var nú orðið að plágu. Hann skammaðist sín fyrir það, er honum varð það ljóst, að hann vildi ekki hafa barn, heldur fullþroskaða konu, sem eiginkonu. Hann vildi eiga konu, sem var greind og skilningsrík, og hann gat talað við um starf sitt og áhugamál, en ekki dekur- barn, sem rausaði óendanlega um samkvæm- islífið, og allskonar einskisverða hluti, sem hann hafði engan áhuga fyrir. Um nóttina svaf hann í búningsherberg- inu. Hann afsakaði sig með því, að hann væri kvefaður, og gæti smitað hana. En hann vildi vera einn, og reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig ástandið var onðið. Og þegar hann lá þarna og hugsaði, fór hann að undrast, að hann skyldi nokkum tíma hafa orðið ástfanginn af Marjorie. Nú var honum ljóst, að hann þráði að elska konu á allt annan hátt en þá. Hafði hann verið blindaður af glæsileika hennar og æskufjöri? En jafnvel þótt tilfinningar hans hefðu breytzt gagnvart henni, skyldi hún ekki verða þess vör. Áður en hann sofnaði, hafði hann ákveðið, að vera góður og nærgætinn við hana. Og það var hann. En hinir kvenlegu eigin- leikar hennar, vöktu hjá henni gmn um, að ekki væri allt með felldu. Þetta var eiginlega of mikið af því góða. „Þú ert svo hugsunarsamur og nærgætinn við mig, að mig langar stundum til að öskra,“ kvartaði hún. „Þú kemur ekki fram við mig sem eiginkonu, heldur eins og sjúkling, sem greiðir þér vel fyrir hjálpina.“ Hann hló. „Hvað viltu að ég geri? Berji þig?“ „Miklu heldur. Þá yrði ég að minnsta kosti viss um að þú elskaðir mig.“ „Þetta hljómar eins og setning úr lélegu, nýmóðins leikriti,“ svaraði hann brosandi. „En þetta er satt. Við höfum ekki þráttað í marga daga. Ef tvær manneskjur elska hvor aðra, geta þær ekki verið lausar við að þrátta." „Á ég að kasta diskinum í höfuðið á þér?“ spurði hann hlæjandi, en hún hristi höfuðið og snéri talinu að öðm. Heimilisblaðið 219

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.