Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 6
taka í kaþólsku kirkjuna. Þrem dögum síðar,
1. desember 1956, lézt hann. En ég fann ekki
til neinnar sorgar. Hvernig gat ég fundið fyrir
sorg, þegar ég minntist þess sem gerzt hafði
þetta undursamlega ár sem senn var á enda?
Pierre hafði fundið það sem hann hafði leitað
að — það var kraftaverkið sem gerzt hafði í
Lourdes í hans tilfelli.
Skömu áður en ég yfirgaf Frakkland, frétti
ég að Pierre hafði verið bænheyrður hvað
John snerti. Pilturinn hafði farið burt frá
Lourdes með öll einkenni þess, að krabbin væri
læknaður og mjöðmin og fóturinn á fullkomn-
um batavegi.
Þegar heim til Kaliforníu kom, hélt síðasta
óuppfyllta ósk Pierres þó áfram að hrjá mig:
Hann hafði lofað nunnunum í Lourdes 1000
teppum, og mér fannst það loforð hvíla á mér
á þann veg, að ég hvorki gat uppfyllt það né
hlaupist frá því. En vinir mínir í Los Angeles
komu mér til hjálpar. Sett var á laggimar
nefnd sem útvegaði það nauðsynlegasta, og
Pepperells-klæðaverksmiðjan í Massachusetts
hét mér því að selja mér teppin á fram-
leiðslukostnaði.
Svo er fyrir að þakka flugfélögunum Trans
World Airlines og Air France og frönskum
bílstjóra Roger Bourlé að nafni, að teppin
komust til Lourdes að kvöldi 19. desember
1957. Það var í úrhellis rigningu, en háæru-
verðugur biskupinn, allir prestarnir og jafn-
vel Baska-smalar ofan úr fjöllum voru mættir
til að bjóða mig velkomna. Nunnur sjúkra-
hússins voru orðlausar af hrifningu. Gat það
verið satt, að ég væri komin með 1000 teppi?
spurði þær. Þau hlutu að vera 100 — það gat
ekki verið að þau væru 1000? En í ljós kom,
að teppin voru nákvæmlega talið: 1009 —
Pepperells-verksmiðjurnar höfðu gert sitt til
þess, að bikar gleðinnar var meira en barma-
fullur.
Loforð Pierres hafði verið haldið. Þegar ég
minntist hans á staðnum, í kærleika og djúpri
trú, eins og andrúmsloftið var nú mettað af,
þá endurómaði í hjarta mínu það kraftaverk
sem hann hafði orðið fyrir í Loudres. Og ég
fann fyrir auknum styrk og trausti í vissunni
um það, að sorgin myndi aldrei ná að þrengja
að hjarta mínu eða vinna sér þar bústað.
202
HEIMILISBLAÐI®