Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 5
árið 1746, og það er síðasta eiginlega orrustan, sem liáð hefur verið á brezkri jörð. Eftir ósigur Skota var lýst yfir því, að land- areignir ættbálkanna væru opið land. Það þýddi, að Hálendingar, sem höfðu búið þar í margar kynslóðir, voru hraktir á brott og neyddir til þess að flytja af landi brott. En einnig útflutningurinn varð befð. Þó að Skot- land sé tiltölulega lítið land, búa nú meira en 25 milljónir manna af skozkum ættum í öðrum löndum, frá Nýja Sjálandi til Kan- ada. Mikilvægasta útflutningsvara Skotlands er binn brennandi kærleikur til föðurlands- ins og hið þrákelkna stolt yfir öllu skozku, sem einkennir þessa syni Skotlands í útlönd- um. Uppreisnin árið 1745 bafði sýnt, hve mikil völd ættbálkarnir böfðu öðlazt. Hálending- um var því bannað með lögum að klæðast pilsi og herðasjali ættbálksins. En árið 1820 kom Georg IV til valda í Englandi. Hann bar ekki sama kala í brjósti til Skota eins og fyr- irrennarar lians, og við opinbera lieimsókn í Skotlandi kom bann til Edinborgar, klædd- ur skotapilsi. Hálendingar blutu uppörvun af þeasu og tóku með brifningu aftur upp notk- un skotapilsa. Allir Hálendingar liafa rétt til þess að klæð- ast skotapilsi og yfirhöfn í litum ættbálks síns. Orðið yfirböfn (plaid) táknar bæði langa dúkinn, sem er liafður yfir vinstri öxl- ina og er upprunalega samanbrotin skikkja, og liið köflótta mynstur, sem er myndað af allt að átta aðallitum. Þau eru öll ágætt dæmi um liina eldgömlu vefnaðarlist Skota. Ein- stök mynstureining lína og ferbyrninga er kölluð sett, og þessi setts, sem eru endurtek- in í sífellu mynda yfirhöfnina. Þessar skozkn yfirliafnið eru jafnþekklir og vinsælir blutir og skozkt viskí og eftirlíkingar af þeim eru framleiddar um allan heim. Wbisky er ensk rnynd af gamla geliska orð- inu Uisquebaugh, sem þýðir vatn, lítið vatn eða vatn lífsins. Það er undir því komið, hver spurður er. Viskí er framleitt alls staðar í Skotlandi, en meiri liluti framleiðslunnar er undir eftirliti sameiginlegs fyrirtækis, sem blandar, setur á flöskur og límir á alla bina mismunandi merkimiða. Annað, sem Iiefur breiðzt út um allan beim frá Skotlandi, er golfleikurinn. Reglur þess- arar göfugu íþróttar eru ákveðnar og þeim framfylgt mjög stranglega af Royal and Anci- ent Golf Club i St. Andrews, en sá golfklúbb- ur er 200 ára gamalb Það má kynnast bezt liinum aldagömlu sið- ur og erfðavenjum Hálendinga með því að vera viðstaddur ltina svokölluðu Hálendinga- leiki. Þar má kynnast Hálendingadansi, sekkjapípuleik og tilkomumiklum íbróttaaf- rekum í svellandi tónum, litum og vöðva- þrótti. Það gerist ávallt margt í einu á þess- um mótum, og viskíið er ekki sparað. Margar mismunandi sekkjapípusveitir standa fylktu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.