Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 8
rétt eins og í Casablanca gerði sólin sitt til að
gefa þeim glæsilegustu hugmyndir um stað-
inn í heild.
Af tveim lélegum hótelum völdu þær það
sem ódýrara var, og að loknurn knöppum
og ódýrum málsverði fóru þær út í bæinn til
að skoða sig um og fá tímann til að líða þang-
að til þær gætu gengið á fund bæjarstjórans.
Þær gengu út með strandveginum þar sem
stóðii fjölmörg fögur einbýlishús í stórum
glæs., irðum, og þær böfðu ofan af fyrir sér
með því að geta sér til um hvert þessara húsa
væri Palais de Menara, sem sagt þeirra eigin
höll.
Á leiðinni til bæjarstjóraskrifstofunnar fór
reyndar svo fyrir þeirn, að þær villtust inn í
eitt Arabahverfið, og þar sem þær af ótta við
ókunnuga vísuðu frá sér allri leiðsögu, leið
drjúg stund áður en þær komust í áfangastað.
„Bara að við getum nú hafl upp á honum?“
livíslaði önnur, þegar þær voru komnar áleið-
is að skrifstofunum.
„Hvað ertu að þvæla . . . Maður eins og
hann er auðvitað alþekktur . . .“
„Auguste Malcaret,“ endurtók skrifstofu-
maðurinn, „ja, mér finnst ég kannast við
nafnið. Hvenær segja frúrnar að hann liafi
látizt? Fyrir tíu dögum? Æ, jú, nú veit ég!
Þið eruð auðvitað systur lians, er það ekki?
Bíðið andartak, ég skal láta bæjarstjórann
vita um nærveru ykkar. Hann var einn af
einkavinum bæjarstjórans.“
Bæjarstjórinn kom að vörmu spori. Þetta
var lágvaxinn og sviplítill maður með grátt
liár, sem líktist stormihröktum kornakri. Að
baki nefnglyrnisins glitti í dökk og þunglynd-
isleg augu.
„Ó, heiðruðu frúr, hversu oft hef ég ekki
heyrt liann minnast á ykkur. Hann hafði
fjarska mikið dálæti á ykkur.“
Konurnar stundu til samþykkis, og eftir
andartaks þögn sagði önnur þeirra liikandi:
„Við erum komnar lil að vitja arfsins eftxr
hann. Hvar er það sem höllin lians stendur?
„Hö- hö- höllin hans?“
„Já, Palais de Menara. Og fjármunirnir
hans, í hvaða banka eru þeir geymdir?“
Bæjarstjórinn hallaðist fram á skrifborðið
og sagði í lágum rómi: „Hann bróðir yðar
var draumóramaðxxr . . . og liann hafði mikið
dálæti á ykkur háðum. Hann vildi sízt af öllu
valda ykkur vonbrigðum. Einn daginn sagði
hann við mig: „Ég hef skrifað systrum mín-
um og sagt þeim, að mér gangi svo vel her
syðra og að ég hafi keypt mér höll. Ég hef
skrifað þeim xxm það, hversu fallegt sér her
og auðæfin mikil. Ég vil svo sannarlega, að
þær hafi engar áhyggjur af mér.“ Þið skiljið
það víst vel, frúr mínar, að liann dreymdi um
það sjálfan, hvemig þetta gæti hafa orðið 1
hans eigin lífi. En þetta var aðeins draumur
og ævintýri, sem dó með honum sjálfum.“
Er þá . . . Er þá alls ekkerl Palais de Men-
Q«
arar
„Því miður ekki . . . Hann átti ekkert slíkt.
Ö, kæru frúr, þið megið trúa því, að ég finn
til með ykkur . . .“
Sláturhús Parísarborgar hafa
nú verið flutt úr miðborginni
í nýtt hverfi skammt frá Orly.
flugvelli. Myndin er af deild
þeirri sem selur kjötafgang.
Kannski öfunda einhverjir
ungir strákar síma- og raf-
magnsmenn af að klifra upp
í staurana, en þeir eru þó á-
reiðanlega ekki öfundsverðir
af því í msijöfnum veðrum.
44
heimilisblaðið