Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Qupperneq 19
— Marjorie, hrópaði hann að lokum. — Hvaðan úr ósköpunum ber þig að. Náðu þér í stól og seztu. — Þú ímyndar þér þó varla, að mig langi til að sitja við sama borð og ástkona þín. Hún hækkaði röddina eins og hún vildi að allir heyrðu til hennar. -— Þið nýttuð ykkur það til liins ýtrasta, að ég var burtu á ferðalagi, öýttuð það til þess að stunda ólöglegt ástar- líf. Þið getið haldið áfram að stimda ykkar ólöglegu ást til æviloka, bæði tvö. Ég hef sagt skilið við þig, Bob. Ég vil ekki sjá þig fram- ar eða hafa nokkuð af þér að segja. Að svo mæltu snérist hún á hæli og skundaði til baka milli borðanna og kærði sig kollótta, þótt liún rækist í þetta og þessa. Hún þaut rakleiðis til Luis, er stóð álengdar. — Farðu með mig burt liéðan, Luis, stundi hún mjög æst. -— Mér er alveg sama hvert, — farðu bara með mig eitthvað héðan, hvert sem er. — Ertu viss um, að þú meinir það, Marj- orie? Ég vil ekki að þii gerir neitt, sem þig á eftir að iðra seinna. — Já, ég er alveg viss. Stattu ekki þarna og malaðu, Luis. Farðu með mig liéðan á stundinni. Farðu með mig til Spánar. Farðu nieð mig til helvítis, ef þú vilt. Ég blæs á þetta allt saman. Hann sagði ekki fleira, en tók irndir arm hennar og leiddi hana út að bílnum. — Ó, Luis, hrópaði liún, er bíllinn var kominn af stað. — Aktu hratt, eins liratt og þú getur. Er þau ruku á fleygiferð út úr bænum, veif- aði til þeirra maður í bíl, sem kom á móti þeim. Luis lét fyrst sem hann sæi ekkert, en stöðvaði þó bílinn að lokum við vegbrúnina. Larry stökk út úr bíl sínum og hljóp til þeirra. — Hvert ætlið þið? Hittuð þið þau? Hann beindi spurningunum að Luis, en það yar Marjorie, sem svaraði. — Já, svo sannarlega liittum við þau. Hvert 0rð, sem sagt var, er satt. Farðu bara og að- gættu. Hún liló hátt og skrækt. — Og þú trúðir á hana, Larry. Litla, sæta, saklausa Ljúkrunarkonan þín. Þú liefur verið álíka bandvitlaus í henni og Bob. '— Sagði hún sjálf, að hún hefði átt ástar- aevintýri með manninum þínum, spurði Larry hvasst. Marjorie kastað til höfðinu. — Nei, ég spurði hana ekki um það. Það var mér nóg, sem ég sá. Ég sá þau saman með mínum eigin augum, og þau búa á sama hóteli. — Taktu ekki allt sem gefið, Marjorie, sagði Larry. — Komdu með mér til baka og við skulum biðja þau um skýripgu. — Það getur þú gert, sagði hún skrækum rómi. — Ég kem ekki nálægt þeim framar. Ég er að fara burt með T.uis. — Marjorie, sagði mn hænarrómi. — Hugsaðu þig þó um fyrst. Luis kom nú til skjalanna. — Þetta kemur yður ekki við, Burgess. — Jú, það gerir það. Ég er vinur Marjorie. Ég get ekki horft rólegur upp á það, að hún fari í hundana. — Þú ert að auðmýkja mig, sagði Luis hæðnislega. —- Marjorie, ég bið þig . . . byrjaði Larry aftur, en hún vildi ekki hlusta á hann. — Aktu áfram, Luis, hrópaði hún. — Við eyðum ekki tíma okkar í meira tal. — Bíðið við, hrópaði Larry. — Lofið mér að tala . . . — Þér getið komið á eftir okkur til San Remo, ef þér hafið meira að segja, svaraði Luis og liló. — Vertu sæll Burgess. Þar með þaut hvíti bíllinn í burtu eftir veg- inum. 27. kafli. Natalie og Bob stóðu og störðu á eftir Mar- jorie, stóðu eins og steingervingar og gátu ekki hreyft legg né lið til að elta hana. Þau voru gripin hræðilegri auðmýkingu. Þetta „atriði“ liafði vakið athygli á garðpallinum. Margir snéru sér til þeirra og fólk hvíslaði á. Þetta var grimmilegt, hræðilegt. Marjorie liafði sakað hana um að vera ást- kona Bobs, í návist alls þessa fólks. Hún ósk- aði þess, að hún sykki niður í gólfið, hylfi niður í myrkur jarðarinnar að eilífu. Hún hafði enn ekki litið á Bob. Vogaði ekki að gera það. Það myndi verða enn verra heldur en að standa berskjölduð frammi fyrir þessu fólki. En brátt fann hún hönd lians snerta handlegg hennar. — Komdu, Natalie, tautaði hann. — Við skulum fara. Innst inni í auðu og yfirgefnu horni hót- HEIMILISBLAÐIÐ 55

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.