Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Page 30

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Page 30
lionum en ekki liann, fannst honum. Hann var þeirrar skoðunar, að hún vildi ekki ýfa upp gömul sár. Ef til vill hafði hún líka höndlað hamingjuna þarna vestur í Ivanada, ef til vill hitt annan mann. Hann reyndi að vona það, en átti mjög erfitt með það. Tveim árum eftir lát Marjorie átti að lialda læknaþing í Kanda. Margir læknar og skurð- læknar höfðu tilkynnt þátttöku sína, en eyðu- blað Bobs lá enn á skrifborði hans. Hann brann af löngun til þess að fara, en óttaðist það. Hann vissi, að ef hann færi, myndi hann ekki geta stillt sig um að hitta Natalie, og það gæti orðið henni þungbært. En að lokum tóku tilfinningarnar yfirráðin og hann fyllti út umsóknareyðublaðið. Hönd hans skalf, er hann lagð'i pennann frá sér, en í blá augu hans var kominn nýr bjarmi. Allar lireyfingar lians urðu ákveðnari og stæltari. Það var vor, er Bob kom til Montreal. Hlýtt og bjart vor, sem hoðaði íiiikið hitasumar. Er Bob leit vfir dagskrána, sá hann, að einn daginn áttu gestir þingsins að heim- sækja ýmsa spítala. Hver læknir átti að skrifa nafn sitt undir þann spítala, sem hann liafði hug á að heimsækja. Bob ritaði nafn sitt skýr- um prentstöfum undir þann spítala, þar sem liann vissi, að Natalie starfaði. Honum kom ekki dúr á auga nóttina áður. Hann gat ekki hrakið þá hugsun frá sér, að daginn eftir fengi hann að líkindum að liitta Natalie. Ef til vill fengi hann að líta í stór, brún augu hennar aftur, og heyra hana segja mjúkri, titrandi röddu: — Bob. En það gat líka eins vel gerzt, að hann fengi ekki tækifæri til að sjá liana. Hún gæti verið á næturvakt og sofið fvrri part dagsins, eða þá verið í fríi. Honum varð kalt um hjartað við þá tilhugsun og leið illa. Hann borðaði ekki morgunverð þennan morgun. Hann var kominn á hinn fyrirhug- aða mótstað klukkustundu á undan hinum. Bara að þeir tækju nú ekki eftir því, hve óró- legur liann var. Þegar þeir komu loks og ræddu við liann, gerði hann sitt bezta til að vera eðlilegur og kurteis, en í níu af liverjum tíu tilfellum, fann hann, að hann vissi vart hvað þeir voru að tala um. Hann hafði hugleitt, að ef til vill myndi liann hitta liana á einhverri deildinni, og hann hafði búið sig undir það sem vissu. All- an tímann, meðan liann gekk um með hinuni gestunum, var liann spenntur til liins ýtrasta. Hann nam staðar eins og hinir til að lesa skýrslur og rabba við sjúklinga, en var þó si- fellt að liorfa eftir því, livort hann kæmi ekki auga á Natalie .Hann tók viðbragð, er hann sa hvítum hjúkrunarkvennabúning bregða fyrir á ganginum. Það gat verið hún, hver sem var þessara livítklæddu systra gat verið hún. Þegar lieimsókninni var lokið, hafði liann enn ekki séð hana. Ætti liann að fara með hinum? Þeir voru þegar á leið niður stigann. Bob gekk aftastur ,og þá snerist hann allt i einu á hæli og gekk rakleiðis yfir forsalinn til yfirhjúkrunarkonunnar. — Afsakið systir, en það starfar víst ekki hjá yður lijúkrunarkona að nafni Natalie Norris. Ég þekkti, — þekkti hana heima i Englandi. — Jú, vissulega. Ungfrú Norris starfar hér. Hún var einmitt að fara af vakt. Viljið þér tala við liana? Bob varð órólegur. Hann fann, að hann roðnaði. — Ég, ég veit ekki. Eg vil ógjarna trufla hana. — Vitleysa, sagði yfirhjúkrunarkonan uppörvandi og elskulega. — Hún gleðst áreið- anlega yfir því að hitta einhvern frá Eng- landi. Og að svo mæltu flýtti liún sér burt til að láta Natalie vita. Hann stóð niðri í forsalnum og beið, eirð- arlaus og æstur, stífur af eftirvæntingu °r með undarlega suðandi tilfinningu í höfðinu. Hann gekk í gegnum árlangt kvalræði og þjáningar, fögnuð, efa og eftirvæntingu. Hann vonaði, að hún kæmi ein. Hann var þurr • hálsinum og beit sig í neðri vörina lil nð halda stillingunni. Og að lokum kom hún á móti honum niður langan gangimi, og það skrjáfaði lítið eitt • stífuðum einkennisbúningnum. Hún var su sama og áður, en þó ekki sii sama. Hún var enn fegurri og bjartari, en miklu alvarlegri en áður. Hún gekk liægt í áttina til hans og stóð grafkvrr andspænis honum. Þá leit hún upp til lians og brosti. — Halló, Bob. Hann kom ekki upp nokkru orði. Hun virkaði svo undarlega örugg. Hann reyndi að finna einhver orð, og tókst það að lokum- " 66 HE.IMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.