Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Síða 7
ara. „Þið getiS vart ímyndað ykkur, liversu ^agurt er hér,“ skrifaði hann. „Höllin er rétt yið innsiglinguna í Marakecli, umvafin vold- uguni pálmalimdum. Og borgin . . . liún er í faum orðum sagt dásamleg. Út um gluggann ttunn sé ég fagurlagaða götuna með pálmavið- Um á livora liönd, en undir pálmakrónunum reika Arabarnir í litríkum skikkjum sínum. Úti við sjóndeildarhringinn gnæfa Atlasfjöll- m og baða tinda sína í skærri sóh Sjórinn utifyrir stirnir í fegursta litskrúði, allt frá (iýpsta bláma yfir í tærasta sinaragðgrænt, og loftslagið er einmitt eins og ég get helzt ósk- að mér, hlýtt, en alls ekki óþægilega lieitt. Munið þið, hvað okkur þótti döðlur góðar, þegar við vorum börn? Hvað myndi ykkur finnast um að geta lesið þær af pálmaviðn- um? Maður getur líka fengið ógrynni af þeim újá torgsalanum við höfnina fyrir örfáar sen- tiniur. Ó, elskurnar mínar, bara ég gæti not- (ð alls þessa með ykkur, en sá dagur mun koma að ég sæki vkkur, og þá getið þið dval- lzt hjá mér það sem eftir er, og ég þarf ekki að vera einmana hér í öllum dásemdunum, þar sem ég reika um eins og drevmandi. ...... Já, hversu oft dreymir mig ekki þrátt fyrir öll herleglieitin hér syðra, að ég sé kominn heim til okkar ástkæra Frakklands. . til ^oska- og hamingjulands bernskuára okkar . .“ Lengra komust þær ekki, því þær voru ó- Uáðaðar af sendiboða sem færði þeim sím- skeyti. Símskeyti....! Það var þó öldungis ovenjulegt, og þær veltu því fvrir sér og skoð- uðu í krók og kring, áður en þær opnuðu það ®kjálfandi höndum. Þar stóð, stutt og snubh- ótt: ..Bróðir y8ar er dáinn“. Sá sem sendi það var bæjarstjórinn í Marakecli. Gömlu konurnar tvær störðu nú tárvana augum livor á aðra og fengu alls ekki skilið það, að draumurinn væri búinn. Dauðinn kafði sett endapunktinn aftan við allar vonir þeirra, alla björtu framtíðarvonirnar. Nú Uiyndu þær aldrei framar vænta neins með Póstinum, honum sem var vanur að færa þeim af og til smáskammta af framtíðarsæl- Unni nei, aldrei framar! Hvílíkt vonleysi J’ýi' ekki að baki þessum tveim stuttu orðum. ’Æg skil þetta bara ekki“, tautaði önnur. «Ekki ég heldur“, hvíslaði liin með titrandi Vorum. Það var ekki fyrr en þær fóru að tala um þetta, að tárin tóku að streyma og þær féllu kjökrandi um háls hvor annarrar. Auk þeirrar eigin sorgar hættist við til- liugsunin um hann „litla bróður“ þeirra, sem hafði orðið að láta aftur augun í liinzta sinn án þess nokkur af hans nánustu ástvinum stæði við banabeð hans. Að hvaða gagni komu auðævi og ytra prjál þegar svo stóð á! Skyndilega kom þeim í koll sú hugmynd, að þær skyldu sjálfar fara á staðinn og sækja sinn réttilega arfahlut. Þær skröpuðu saman því litla sem þær áttu, seldu allt sem þær gátu selt, tóku út spariféð sitt, sem ekkert var nema nafnið, og nokkrum dögum síðar voru þær lagðar upp í langferðina. Þeim fannst þær gætu ekki lagt nógu snemma af stað, því að þær sáu það fvrir sér, hvernig vandalaust fólk mvndi reyna að maka krókinn á þeim auðæfum, sem með réttu væri þerira og engra annarra. En það skyldi eng- inn fá leyfi til að stela af þeim svo mikið sem einni sentímu. Það var ekki ágirnd, sem þessu réði, heldur réttlætistilfinning, því að þessar tvær konur sem alla ævina liöfðu orðið að spara og láta sér lvnda fátt og smátt um dag- ana, gátu ekki hugsað sér að lála eins og ekk- ert væri, þegar um annað eins og þetta var að ræða. A ferðinni þóttust þær verða varar við öf- und og afbrýðisemi. Ef þær sáu tvennt eða þrennt standa á tali saman, voru þær sann- færðar um, að það væru auðæfi þeirra vænt- anleg, sem um væri rætt. Frá Casahlanca var ætlunin að halda áfram til Marakeesh með járnbrautarlest. Það var komið undir kvöld, þegar þær lögðu upp í þá ferðina. Hinztu geislar sólar- innar gylltu hvítlituð húsin í borginni og grannvaxna pálmaviðina. „Ágúst hafði sannarlega á réttu að standa“, sögðu þær, „fallegt er liérna . . . afskaplega fallegt“. Þær sátu þétt, þrýstu sér livor upp að annarri eins og hræddir fuglsungar sem móðirin liefur yfirgefið. Ekki höfðu þær lengi ánægju af útsýninu gegnum lestargluggana, því að injög skyndilega féll á niðamyrkur, og þess vegna fengu þær ekki að líta auguin bak- lilið peningsins: liina auðu og snauðu sand- strönd . . . Undir dögun komust þær til Marakeesh, og heimilisblaðið 43

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.