Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 24
heyrt getið um þennan Ferrari. Hvað vildi þessi náungi honum nú um miðja nótt? — Dr. Ferrari sagði, að þetta væri afar mikilvægt hélt dyravörðurinn áfrain. Bob yppti öxlum. — Allt í lagi. Viljið þér þá vera svo góður að ná símsambandi við hann. Hann hafði verið að því kominn að skeyta ekkert um þessa kvaðningu. Hann var svo ör- magna af þreytu. Hann þurfti að bíða góða stund. Á meðan gekk liann fram og aftur um gólfið í þungum þönkum. Að lokum kom dr. Ferrari í símann. — Ég vona, að þér afsakið, þótt ég ónáði yður, mælti hann á bjagaðri ensku. — Hingað á sjúkrahúsið til okkar var komið með landa yðar, enska konu, sem hlotið hefur mjög slæman heilahristing og fleiri afar alvarleg meiðsl. Ég frétti, að þér væruð í Monte Carlo og um liinn frábæra uppskurð yðar á Sir Denton. í*ar sem þér eruð landi hennar, datt mér í hug, að þér væruð fáanlegur til að koma hingað og líta á hana. Og ef til vill gætuð þér gefið okkur góð ráð, áður en við hefjum uppskurðinn. — Er uppskurður naðsynlegur? — Tvímælalaust. Og auk þess er ég hrædd- vir um, að hann komi ekki að neinu gagni. Bob varð ergilegur og æstur. Enda þótt svo vildi til, að konan væri ensk, var engin á- stæða til að ónáða liann þannig á þessum tíma sólarhrings. Þeir gátu þó h'klega fengið sín ráð og sína hjálp frá San Remo eða Nice. — Ég get ekki skilið . . ., lióf hann mál sitt, en tók sig svo á. — Vitið þér, hvaða kona þetta er. — Nei. Hún ók út af í beygju á stórum, hvítum Alfa Remoe. Það eina, sem við höfum 1,1 að fara eftir, er snyrtiveski og skartgripa- skrín með nafninu Marjorie grafið á. Eitt andartak hélt Bob, að líða myndi yfir liann. Hann varð að styðja sig við vegginn í símaklefanum, og símtólið rann úr liöndum hans. Það sortnaði fyrir augum lians, en hann barðist gegn því og tókst að taka upp tólið aftur. — Hvernig lítur hún út? spurði hann rám- ur. — Er hún Ijósliærð með möndlulaga augu? — Þér þekkið liana þá? Það hlýtur að ráða úrslitum fyrir yður. — Ég kem. Eg kem þegar í stað. Gefðu mér nafnið á sjúkrahús- inu. Hann reikaði út úr klefanum og að af- greiðsluborðinu. — Náðu mér í bílinn, sem ég var með áðan, eða einhvern annan, sag ði hann við dyravörðinn. — Ég verð að komast á sjúkraliúsið í Ventimiglia þegar í stað. Það er um líf eða dauða að ræða. — Skal gert, herra. — Og ungfrú Norris. Ég verð að ná í liana. Hringdu á herbergið hennar. Nei annars, ég fer sjálfur upp til liennar. Hann gekk upp stigann og hrasaði í öðru liverju skrefi. Hann beið andartak úti fvrir herbergisdyr- um Natalie, áður en liann bankaði. Hann varð að liafa stjórn á sér, áður en liann talaði við Iiana. Það hvarflaði ekki að honum, að hún myndi neita að koma með honum. Hann hafði svo óbilandi traust á henni, að hann vissi, að smáborgaralegur hugsunarháttur myndi ekki aftra henni. Hann vissi, að eina liugsun hennar myndi vera sú sama og lians; sú bæn, að færni lians vrði þess megnug að bjarga lífi Marjorie. Hann barði að dyrum. Hún svaraði þegar í stað. — Hver er það ? Hann sagði til sín. Hann liafði ekki búizt við, að liún væri vakandi á þessum tíma, en svo var greinilegt. — Má ég koma inn? Það varð andartaks þögn. Honum fannst hann heyra, eða var það mishevrn, liana grípa andann á loft. — Já, komdu bara inn. Rödd hennar var róleg og yfirveguð. Hann heyrði liana ganga yfir gólfið og kveikja ljós- ið, áður en hún opnaði. Hún var í morgunkjól úr brúnu silki utan yfir náttkjóhium. — Bob, hvíslaði hún, og eft- ir að hafa litið sem snöggvast á andlit hans, greip hún í handlegg hans og sagði: — Hvað liefur komið fyrir, Bob, Bob? — Það er Marjorie, stundi liann upp. — Hún lenti í slysi. Bíllinn hennar valt. Hun liggur á sjúkrahúsinu í Ventimiglia. Ég var rétt í þessu að frétta það af einum læknanna þar. Við verðum að fara þangað þegar í stað. Hún starði á hann stórum, brúnum auguin? og andlit hennar varð hvítara en hvítt vegp' fóðrið á veggjunum. En hún spurði einskiS: svaraði aðeins stutt og rólega. 60 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.