Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Qupperneq 12
höndum. Þetta gerði hann ekki vegna þess að hann liéldi, að hann gæti með þessu móti læknað skepnuna, heldur vegna þess eins að þetta gat ef til vill aukið blóðrásina og þann- ig linað kvalir hestsins. Killan komst að raun um, að hestinn kenndi mjög til á sérstökum stað á fætinum. Þegar liann snart við þessum vöðva, var sem rafstrauinur færi um skrokk skepnunnar og hún hnykkti til liöfðinu. Killan komst ekki hjá að lieyra stunurnar og tók af hestinum heypokann. Minna mátti sjá en það, að dýrið þjáðist. Mannveran leitar læknis undir svip- uðum kringumstæðum, því að mannveran er ekki skynlaus skepna; liestur liefur engum að treysta nema sjálfum sér í náttúrlegri blindni. Killan kosmt að þeirri niðurstöðu, að svo lengi sem skepnan finndi til á þessum sér- staka stað væri rétt að lialda nuddinu áfram. Og liann liélt áfram, klukkustundum saman, þangað til hann sjálfan var farið að verkja bæði í hendur og höfuð. Hann hætli ekki fyrr en liann var fullviss um að hesturinn væri sofnaður, þrátt fyrir allan verkinn. Þá lét Killan liallast upp að steinveggnum við hlið hans. Honum fannst það léttir að hafa veikan fót Áskoranda til að hugsa um í stað eigin eymdar og óláns. En þegar dýralæknirinn kæmi í fyrramálið til að kveða upp dóm sinn, sennilega dauðadóm, yfir hestinum, þá ætti Killan ekkert umhugusnarefni lengur nema eigin vesaldóm. Honum fannst h'ka sjálfum sem það stríddi á móti heilbrigðri skynsemi að hafa farið úr lestinni og snúið baki við Mary Holm, Henry Banner — og sjálfum framtíðarmöguleikum sínum. Nú hlutu þau hin að vera komin til horg- arinnar, og kannski leið Mary Holm ekki sem bezt vegna alls þessa. En hún var kona sem ekki var líkleg til að vilja giftast ein- hverjum aula. Þegar útlitið fyrir það, að hann erfði milljónir Banners, voru fyrir hí, þá myndi liún örugglega missa allan áhuga á lionum. Ekki svo að skilja, að hún væri út- spekúleruð; en liún var kvenmaður, sem bæði vænti þess og krafðist að finna fvrir dugnaði og skynsemi hjá þeim manni, sem hún yeldi sér. Hugsanir lians urðu æ meira á reiki. Hann var í þann veginn að sofna. Hann fann fyrir einliverjum þyngslum, seni á sér hvíldu. Það var höfuð Áskoranda, sem liann hafði lagt á kvið hans, og það var ein- mitt þessi tilfinning, sem vakti hann, dofinn í lærunum. Morgimbirtuna lagði eins og grá- leitt ryk inn um ljórann efst á veggnuin. Hann strauk hendinni um höfuð hestsins. Augu skepnunna ipnuðust lítið eitt og lok- uðust aftur. Þá uppgötvaði Killan, að einhver annar var þarna staddur allskammt frá honum. Hann var með sáran verk í linakkanum, því að höf- uðið liafði svo lengi liangið niður á bringu. Þess vegna var liann lengi að líta við — og sa þá beint í augu Mary Holm. Hún sat í heyinu til hliðar við liann. Hann var enn ekki fullkomlega vaknaður. Hún koni lionum fyrir sjónir sem einskonar vitrun milli svefns og vöku. Hann rétti fram höndina og snart við henni. Jú, hún var raunveruleg. Augu hennar vorxt dökk af svefnleysi og þreytu. Þessa stundina var liún alls ekki eins fögur og hún var vön að vera. Hún leit nánast eldri út en hún átti að sér. Samt vissi liann, að tíminn • mvndi aldrei afmá þá fegurð, sem hann nú sá birtast í allri hennar veru. Hann reis á fætur, en með erfiðismununi, ]iví að hann var dofinn í fótleggjunum. „Þú veizt, að ég á enga framtíðarmögu- leika meir“, sagði hann. „Elsku Jolin, hvað heldurðu að ég sé að liugsa um það“, sagði Iiún. „Það verður verst fyrir þig sjálfan, því að ég kann hvorki að sauma né búa til mat“. „Ekki það?“ sagði hann. „Það er eins gott að þú fáir að vita sann- leikann“, hélt hún áfram. „Ég hélt að ég kærði mig meira um milljónirnar hans Bann- ers en um þig. ■—- Þar sem ég sat í járnbraut- arlestinni, þá liataði ég þig, John“. „Haltu áfram“, sagði Killan. „Það gerir ekkert til livað þú segir. En segðu mér alh sem gerðist eftir að ég fór“. „Það kom mjög illa við Banner, þegar eg sagði honum, að ég ætlaði út hingað. Hann starði á mig. Hann . . .“ „Látum hann eiga sig! Hann er mér einskxs 48 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.