Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Page 25

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Page 25
— Já, auðvitað, dr. Brad. Ég verð tilbúin eftir fáeinar mínútur. A ég að hitta þig niðri? Hann kinkaði kolli og fór. Hún hafði ekki spurt neins, ekki látið í ljós neina samúð. Hún hafði aðeins sagzt mundu vera tilbúin innan skamrns. Þetta var einkennandi fyrir liana, sem og það að kalla liann dr. Brad. Á vissan hátt var liann ánægður með það. Dr. Brad, vinnuveitandi liennar, ekki maðurinn, sem elskaði liana. Og þannig yrði það að vera, meðan þau hjálpuðust að því að reyna að bjarga lífi Marjorie. Hann fór í kalda sturtu og skifti um föt, og þegar hann kom niður, stóð Natalie þar og Ijeið. Þau settust þögul inn í bílinn við hlið hvors annars í aftursætinu. Aðeins einu sinni í þessari óraunverulegu angistarfullu ferð, sagði lnin eitthvað, og það var: Viltu ekki halla þér aftur, dr. Brad? Þú getur þurft á öllum þeim styrk að halda, sem þú hefur yfir að ráða. —- Þakka þér fyrir, Natalie. Ég lield bara, að ég geri það. Ég loka augunum, ef ég má. -— Gerðu það. Bob sat svo hljóður, að hún vissi ekki, hvort liann svaf eða ekki. Hún vonaði, að hann gerði það. Þvílík nótt, sem þetta hafði verið fvrir hann. Og svo þetta ofan á allt sam- an. Hana sveið í hjartað vegna lians og lang- aði að rétta út hendina og liugga liann. En hún spennti í stað þess greipar í kjöltu sinni. Hann var Robert Bradburn, liinn frægi skurð- laeknir, og liún var Natalie Norris, skrifstofu- stúlka hans. Það var næstum óbærilegt fyrir Bob að sjá Marjorie liggja á skurðborðinu með lemstr- aða limi og nábleikt andlit. Hann sneri sér tmdan. — Við verðum að skera hana upp þegar í stað, sagði hann við dr. Ferrari, sem stóð við hlið hans. -— Sammála. Við höfum að sjálfsögðu ekki fullt vald til þess, en undir þessum kringum- stæðum . . . Örlítið, kvalið bros kom á varir Bobs. — Ég er eiginmaður hennar. Dr. Ferrari gat með naumindum stillt sig um að lirópa ekki upp. Það var enginn tími til að biðja skýringa. Hann tók orð Bobs góð °g gild. Natalie liafði aldrei dáð Bob eins mikið og þessa nótt í liinu háspennta andrúmslofti skurðstofunnar. Hver hreyfing hans var ná- kvæmlega útreiknuð, eldsnör og hnitmiðuð. Hann var á ný hinn stórkostlegi, ungi skurð- læknir, og þarna í morgunsárið vann hann næstum yfirnáttúrlegt afrek. Ef einliver getur bjargað Marjorie, þá er það hann, hugsaði liún. Eftir allt það, sem gerzt liafði, var undarlegt að vera vitni þess, að Marjorie lá á skurðborðinu og Bob, sem hún liafði auðmýkt, sært og farið síðan frá, lagði sig allan fram við að bjarga lífi hennar. Hún talaði við Bob frammi á ganginum, er uppskurðinum var lokið. Hún spurði einsk- is, en spurninguna gat að lesa í hrúnum aug- um liennar. Og Bob svaraði lienni liæglátlega. — Ég veit ekki enn, hvort hún lifir þetta af. Ef hún gerir það, það leið skuggi yfir and- lit lians, — er ég liræddur um, að hún verði krypplingur það sem eftir er ævinnar. — Ó, nei! — Það verður sárt fyrir hana. En . . . liann harkaði af sér og starði fram fvrir sig niður ganginn, — en ég verð að reyna að gera hana hamingjusama, í öllu falli verð ég að gera það sem ég get til þess að gera henni tilver- una eins góða og mögulegt er. — Það er ég viss um, að þú gerir, Bob. Og ég efast ekki um, að þér mun takast það. Það var undravert, hve róleg hún var. Þau þögðu bæði um stund. Þá rétti Natalie óvænt út liöndina. — Vertu sæll, Bob. — Hvað, hvað áttu við, Natalie? Þú ætlar þó ekki að fara núna? Hún kinkaði kolli. — Ég get ekki verið þér til neins frekara gagns liér. Og það er bezt, að ég verði horfin á braut, þegar liún kemur til meðvitundar aftur. Hann gat ekki hreyft neinum mótmælum við þessu. Innst inni var honum l jóst, að hún hafði rétt fyrir sér. — Þú ert viss um, að þú spjarir þig ein? spurði liann undarlegri röddu. — Já, þakka þér fyrir, Bob. — Verðurðu í Monte Carlo einhvern tíma? — Nei, ég ætla heim til Lundúna í kvöld. Ég, ég ætla að reyna að útvega stúlku í minn stað á skrifstofu þína, Bob. — Natalie. Hann hrópðai næstum upp nafn hennar. Heimilisblaðið 61

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.