Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 23
— Hvernig ættu þau að vita nokkuð? Hvern- tg ætti þau að gruna nokkuð? Ég skrifa okk- Ur bæði inn undir mínu nafni. -— Já, já, auðvitað. En mér finnst það ekki líta nógu vel út. Ég er viss um, að þau grand- skoða okkur, Luis. Takið um handlegg hennar varð fastara. — Það gera þau ekki, elskan. Þú lætur bara taugarnar taka af þér alla skynsemi. Vertu nógu væn og komdu með mér inn. — Leyfðu mér að sitja liérna smástund! -— Sjálfsagt, elskan mín. Hann brosti aft- ur, svo að skein í hvítar tennurnar. — Ef til vill er það bezt. Ég sendi dvravörðinn niður eftir farangrinum. Hann laut niður og kyssti hana. Því næst steig hann út úr bílnum og hvarf inn í hótelið. Ég hata hann, hugsaði Marjorie skyndilega. En hvað gat hún gert? Hún hafði brennt all- ar brýr að baki sér og svo að segja gefizt lion- Uni. Það hafði hún gert í andartaks vitfirr- 'ngu. Hverngi gæti hún sloppið undan? Hún óttaðist að koma af stað uppþoti á hótelinu: það var eitthvað við Luis, sem skaut lienni nijög skelk í bringu. Hann var ekki af því taginu, að hann léti fara með sig eins og tuskudúkku, öðru nær. Það var tvímælalaust eitthvað svo hræðilegt við liann. Allt í einu varð henni ljóst, að hún megnaði ekki að leggja í þetta með honum, liún var búin að fá andstyggð á honum . . . En hvað átti hún að gera? Skyndilega datt henni ráð í Eug. Hún smeygði sér undir stýrið á bílnum, ýtti á ræsilmappinn, setti í gír og bíllinn rauk af stað niður veginn. Hún hafði ekið bíl áður, en engum nándar naerri eins kraftmiklum og þessurn Alfa Rinieo. Hefði hún ekki verið svo utan við sig, er þau komu í bæinn, hefði hún samstundis skilið, að henni myndi ekki takast að stjóma Eílnum í hinum fjölmörgu hættulegu beygj- um á veginum. En lienni var aðeins eitt í Euga: að komast undan Luis. Hraðar og liraðar ók hún. Hún þandi bíl- tnn bókstaflega til hins ýtrasta, eins og hún v®ri elt af sæg djöfla, öllum með andlit Luis dökkt og fallegt, með sterkar, hvítar tenn- ur og svolítið illkvittnislegt bros. Hún hugs- a^i til þess, hvemig Luis tæki skyndilegum flótta heunar. Hann yrði vafalaust óður af hræði, svo ímyndunarveikur og sjálfsöruggur sem liann var, þegar konur voru annars veg- ar. Við tilhugsunina urn viðbrögð hans, er liann kæmist að því, að hún hefði flúið, kast- aði hún höfðinu aftur og hló liátt. 1 sania bili tók liún krappa beygju. Hvíta liraðakst- ursundrið vó salt í loftinu og hafnaði loks við bákka um 70 metrum neðar. * Bílstjóri Bobs sneri sér við í sætinu. — Það lítur út fyrir, að hér hafi orðið slys. Eig- um við að stanza. Bob hristi liöfuðið. — Nei, við skulum ekki tefja. Við gætum tafizt of lengi. Það virðist vera komið fólk þarna á staðinn, og er ekki að konia sjúkrabíll þarna niður liæðina? Ég verð að halda áfram til San Remo. Rödd lians var liás. — Ég verð að komast þangað tafar- laust. 29. kafli. Dögun í austri. Bob kom til baka ti] Monte Carlo náfölur í andlitinu af þreytu og á- hyggjum. Hann var svo þreyttur og niður- brotinn, að hann gat vart staulast upp hótel- tröppurnar. Hann liafði flett í gegnum gesta- bækurnar í liverju einasta hóteli í San Remo án þess að finna nafn hvorugs þeirra. Ef til vill höfðu þau alls ekki gist í San Remo, held- ur haldið áfram til einlivers af hinum mörgu smábæjum við frönsku landamærin. Hann íhugaði, livort liann ætti að segja Natalie frá mislieppnaðri leit sinni. Nei, liún hafði sannarlega þegar fengið nóg, veslingur- inn litli. Hvers vegna ætti hann að þjaka liana með sínum áhyggjum? Bezt væri, að hann hyrfi algerlega úr hennar h'fi, bezt að leyfa henni að hefja nýtt líf án hans. Hann var svo þreyttur og útslitinn þennan gráa morgun ,að hann náði að sætta sig við þetta. Já, hann fann, að starfsáhuginn gæti orðið honum nægt veganesti, að hann gæti komizt af án ástar. Er hann bað um lykilinn að herbergi sínu hjá dyraverðinum, leit hinn síðarnefndi felmtraður upp og sagði: — Aha, lierra Brad- burn. Dr. Ferrari hefur staðið í því í marga klukkutíma að reyna að ná í yður. Hann bað um, að þér hringduð í hann um leið og þér kæmuð aftur hingað á liótelið. Bob hrukkaði ennið. Hann hafði aldrei Heimilisblaðið 59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.