Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 7
Þegar frú Barlatan var farin, henti frú Fréneuse sér á legubekkinn, gróf andlitið niður í svæflana og grét allt hvað af tók. Olivier fór á bak við hana fyrir allra augum, enda þótt þau væru búin að vera gift í aðeins eitt ár. Auðvitað vissi hún, að hægt var að nefna önnur slík tilfelli með önnur hjón, en það varð henni ekki til neinnar huggunar. Bæði frænka henn- ar og vinkona úr kvennaskólanum höfðu orðið fyrir sambærilegri reynslu, en sá hafði verið munurinn með þær, að þær höfðu gifzt af skynsemisástæðum, en þau Liane og Olivier höfðu gifzt af ást. Það var alls engin ástæða til að ætla, að Olivier hefði verið að gera sér það upp. Hvers vegna hefði hinn ungi og myndarlegi bar- ón de Fréneuse átt að ganga að eiga hina ungu og smávöxnu Liane Dorés, sem var af almúgafólki komin og ekki átti bót fyrir skóinn sinn, ef ekki sökum þess, að hann hafði orðið ástfanginn af henni? 1 þriggja mánaða langri brúðkaupsför þeirra til Brasilíu hafði Olivier komið fram við hana af ýtrustu tillitssemi og umhyggju, og tilhugsunin um þetta kvaldi Liane hvað mest. — Að maður, sem var ástfanginn upp fyrir haus af konunni sinni, skyldi geta breytzt í eitthvað sem væri henni gersamlega framandi, það var henni fullkomlega óskiljanlegt. Að vísu höfðu bæði móðir Liane og vin- konur hennar reynt seint og snemma að ieiða henni fyrir sjónir, að „eilíf“ ást væri aðeins fagurt ævintýri, sem aðeins væri Ll í skáldskap, og að vaninn gengi af ást- iuni dauðri á sama hátt og eitur vinnur hug á líkamanum. En vaninn drepur þó aldrei skyndilega; það gerist smám saman, eins og þegar hropinn holar bergið; hann drýpur í hjörtu elskendanna, án þess að gera fullkomlega út af við þá. Tvær mannverur, sem hafa Verið hnýtt sterkustu böndum í heimi, deilt Jafnt sorgum sem gleði og verið sem einn líkami og ein sál, þær geta ekki hoggið skyndilega á þau bönd, það verður alltaf eitthvað sem bindur þau, jafnvel þótt óverulegt sé. En svo virtist sem Olivier væri ekki bundinn af einu né neinu; hann leit ekki út fyrir að eiga nokkurn snefil af vænt- umþykju eftir handa henni litlu Liane sinni, heldur umgekkst hana af kaldri og siðmenntaðri kurteisi. Þegar hann kom heim, smellti hann smá- kossi á hönd henni, en tók hana ekki meira út með sér, heldur hafði ætíð á hraðbergi einhverja afsökun til þess að komast að heiman; að hann þyrfti að fara í klúbb- inn . . . eða hvað það nú var. Og undir því yfirskini, að hann væri þreyttur, lét hann fyrirberast næturlangt á legubekkn- um í sinni eigin stofu. „Kannski ég sé að verða gömul og ljót,“ hugsaði vesalings Liane og stundi, dró fram spegil og virti fyrir sér hvern and- litsdrátt sinn. En ekki! Augu hennar voru jafnvel fegurri en nokkru sinni, þegar skuggi sorg- arinnar hafði fallið á þau. Ljóst litarraft hennar fór vel við rauðgullið hár henn- ar. Það er varla við því að búast að mað- ur sé orðinn „gamall“, þegar haður hef- ur aðeins þrjá um tvítugt. Allan daginn var Liane að velta fyrir sér hugsanlegri ástæðu fyrir kuldalegri framkomu Oliviers, sem hófst svo skyndi- lega, nánar tiltekið þann 17. júní. Þann dag kom hann heim úr klúbbnum með enn- ið fullt af áhyggjuhrukkum. Hún tók glað- lega á móti honum eins og venjulega; en í stað þess að taka hana í faðm sinn, kyssti hann kalt og kurteislega á hönd henni. Eitthvað sérstakt hlaut að hafa komið fyrir hann í verzlunarferðalaginu þann 16. og 17. júní. En hvað? Hvers vegna sagði hann henni ekki neitt? Sjálf þorði Liane ekki að spyrja hann. „Hvemig hefurðu haft ofan af fyrir HEIMILISBLAÐIÐ 43

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.