Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 8
þré á meðan ég var burtu?“ spurði hann
í áberandi kæruleysislegum tón.
„í fyrradag skrapp ég til Jeanne Liévin
til að skoða nýju íbúðina hennar.“
„En á kvöldin?“
,,Þá var ég bara heima og hlustaði á
útvarpið."
„Varstu ein?“
„Já, ég var alein. Ég var búin að gefa
Régine og Victoire frí.“
„1 hvernig kjól varstu?“
„Þessum rauða með gulu rósunum."
Olivier þagði við andartak, eins og hann
væri að hugsa sig um, leit á hana nokkuð
íbygginn og bar síðan fram þessa undar-
legu spurningu:
„Hefurðu nokkurn tíma farið á dans-
leik í Boule bleueV‘
„Nei, lieyrðu mig nú! Ég þekki þann al-
ræmda stað aðeins af afspurn; en hvers
vegna spyrðu mig að því?“
„0, ekki af neinu sérstöku . . . eða vegna
þess að ég hef í hug að fara þangað ein-
hverntíma.“
Eftir þetta kvöld var Olivier breyttur
maður.
Það hlaut að vera eitthvert samband
milli kjólsins hennar, Boule bleue og
kuldalegrar framkomu Oliviers, en Liane
skildi ekki hvernig það mátti vera, og ekki
þorði hún að spyrja neins.
Hugsanir hennar voru truflaðar við það,
að vinnustúlkan Régine kom inn með
sendibréf, klædd eins og hún væri að fara
að heiman.
Liane leit á stúlkuna og hálfhrópaði:
„Er það sem ég sé? Hvernig leyfið þér
yður að fara í rósótta kjólinn minn?“
„0, það myndi ég aldrei leyfa mér að
gera, frú. En mér fannst sá kjóll svo fal-
legur; og þar sem ég vissi, hvar frúin
hafði keypt efnið í hann, þá keypti ég mér
samskonar efni og fékk saumakonu til að
líkja eftir sniðinu."
„Jæja. En þér eruð ekkert að biðja mig
leyfis. Annars er ég hissa á því hvað þér
klæðið yður hátíðlega, úr því þér eruð
bara að fara í heimsókn til bróður yðar.“
„Ojæja, ég er svosem ekki að því. En
hann fer stundum út með mig til að
dansa.“
„Kannski í Boule bleueV'
„Eg þykist vita, að frúin hafi eitthvað
heyrt um það,“ svaraði stúlkan og roðn-
aði. „Frúin hefur semsagt heyrt, að . . .“
Allt í einu rann upp ljós fyrir Liane,
en stúlkan hélt áfram: „Frúin má ekki
vera reið mér, þótt ég hafi þannig dul-
búið mig eins og hún sjálf. Frúin man
sjálfsagt eftir hr. Bourdier, unga lög-
fræðingnum, sem kom fyrir nokkru til
að hitta húsbóndinn, — hann var þarna
á staðnum. Þar, í Boule bleue, þóttist hann
þekkja kjólinn aftur, og hann sagði kon-
unni sinni frá mér. Ég varð svo hreykin
af þessu, að ég kom mér ekki til þess að
leiðrétta misskilninginn.“
„Vesalings stúlka .. . nú skil ég hvern-
ig í öllu liggur; hann hefur haldið, að þér
væruð ég.“
Liane stóð upp. Hún virtist verða stærri
en venjulega, og það kom svo strangur
svipur á hana, að stúlkan féll á kné við
fætur hennar.
I sama mund kom Olivier inn úr dyrun-
um. „Hvað er eiginlega að ske hér . . .
Hvað í ósköpunum?" spurði hann gáttaður.
„Régine gefur þér sjálfsagt skýringu
á því,“ sagði Liane, og bætti við um leið
og hún gekk út úr stofunni: „Þú virðist
hvort sem er trúa öðrum betur en mér.“
Kennarinn: Hvaða fjögnr orð eru mest notuð her
í bekknum?
Nemandinn: Það veit ég ekki.
Kennarinn: Alveg rétt.
Þjónninn: Hrísgrjónavellingur með rúsínum kostar
25 krónur.
Gesturinn: Hvað kostar hann þá án rúsína?
Þjónninn: 35 krónur.
Gesturinn: Kostar hann virkUega meira án rúsína?
Þjónninn: Já, ég tek 10 krónur fyrlr að tína þær úr.
44
HEIMILISBLAÐIÐ