Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 9
Annað bruðkaup
SMÁSAGA EFTIR MURIEL A. KING
Það var búið að spenna upp hátíðlegt
og röndótt sóltjald við aðaldyr St. Mark-
úsar-kirkjunnar þegar Audrey átti leið
þar framhjá á þönum. Hún fann fyrir
einkonar sting í hjartastað og leit ákveð-
in í aðra átt.
1 dag er einhver að láta gifta sig, og
þetta sem átti að verða brúðkaupsdagur-
inn minn! hugsaði hún, og hún deplaði
augunum, því að minnstu munaði að tár-
in spryttu fram. — Það er sjálfsagt ung-
frú Moffat, sem er að ganga í það heilaga.
Nú verður ekki talað um annað í allan
dag en brúðkaupið, í verzluninni, því að
við eigum að sjá um kirkjuskreytinguna.
Það var svo sem nógu öfugsnúið, að hún
skyldi einmitt í dag þurfa að vera önnum
kafin við giftingu annars fólks! En það
var ekki um annað að gera en rétta úr
bakinu og standast raunina.
Enginn mátti verða þess var, að hin
nýja afgreiðslustúlka í blómaverzluninni
Pamelu hefði áttt að giftast í dag, — ef
ekki hefðu orðið endaskipti á tilverunni
fyr ir um það bil hálfu ári.
Ef — já, þetta litla orð, sem gat svo
niiklu skipt, — ef að faðir hennar hefði
ekki orðið gjaldþrota og látizt áður en
hann gat komið fjármálafleyi sínu á rétt-
an kjöl. Ef aðeins Frank hefði verið heima
°g getað tekið hana í faðminn og sagt, að
engu máli skipti um fjármunina og að
hann vildi ekki að hún sliti trúlofuninni
°g axlaði þannig byrðina ein!
Ef — ef — ef —-!•
„Það þýðir ekki að vera með neitt vol,“
sagði Audrey við sjálfa sig. „Það er allt
mín eigin sök. Það var alls ekki Frank,
Sem sleit trúlofuninni. Það var ég sjálf
sem það gerði. Ég gat ekki ætlazt til þess
að hann gengi að eiga stúlku, sem hafði
bæði móður og systur á framfæri. Eg
varS að binda endi á það allt. Það var
það eina rétta gagnvart honum.“
Engu að síðui’ hafði hún grátið af löng-
un eftir honum. Slíkt hafði hún oft og
iðulega gert, síðan hún sendi honum hið
örlagaríka bréf ásamt hringnum. Þá stund
hafði hún innst inni verið svo viss um, að
þrátt fyrir allt þetta sem hún skrifaði —
þá myndi Frank ekki snúa við henni bak-
inu.
En það hafði hann gert!
Þau höfðu ætlað að gifta sig einmitt í
dag. Þau höfðu verið búin að ákveða dag-
inn svona löngu fyrirfram, vegna þess að
þau vildu gifta sig einmitt þann dag þeg-
ar liðið var ár frá því að þau kynntust.
Þess í stað átti hún nú á þessum degi að
heyra talað um það, hversu yndisleg blóm-
in hefðu verið — sem skreytt höfðu at-
höfnina í tilefni annarrar brúðar.
í kvöld, kannski, þegar allt væri um
garð gengið og Eva systir hennar sofnuð
í litla sameiginlega herberginu þeirra, þá
gæti Audrey máski leyft sér að þrýsta
höfðinu niður í koddann og gráta yfir ör-
væntingu sinni. Þangað til varð hún að
stilla sig um að hugleiða það, hvernig
allt hefði getað verið öðru vísi, ef —!
Audrey flýtti sér að fara úr kápunni,
taka af sér hattinn og smeygja greiðu
gegnum hárið. Síðan fór hún í slopp og
gekk fram í verzlunina. Straumur lita og
ilms flæddi á móti henni. Hvarvetna um
gólfið stóðu blóm í flekkjum. tVonan sem
stjórnaði verzlúninni leit upp og sagði:
„Ungfrú Miller — flýtið yður inn tií
H E I M IL I S B L A Ð IÐ
45