Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 10
eigandans. Hann var að spyrja eftir yður, og það er eitthvað áríðandi." Audrey hraðaði sér undrandi inn til eigandans. Hann var maður lágvaxinn, og þegar stúlkan kom inn, sá hún að hann var í geðshræringu, og hann setti í brúnir þegar hann sá hana. „Þetta er mjög slæmt — mjög leitt til vita,“ sagði hann stuttur í spuna. „Þér neyðist til að fara til kirkjunnar og aðstoða þar. Ungfrú Drew hefur sent orð og til- kynnt, að hún sé veik.“ Til kirkjunnar! Hún átti að lenda í því að vera í kirkjunni og skreyta við brúð- kaup annarrar stúlku — einmitt í dag. Audrey náfölnaði. „Get ég ekki komizt undan því? Eg — ég beinlínis get það ekki —! Gæti ekki ungfrú Lee . . . “ „Ungfrú Lee fer heim til brúðarinnar og aðstoðar við skreytinguna þar. Það verður ekki um aðra að ræða en yður. Þér getið ekki skorazt undan því.“ „En — þetta get ég ekki ... “ stamaði Audrey. Eigandinn leit tortrygginn á stúlkuna og mælti kuldalega: „Ég skil ekki við hvað þér eigið, ungfrú Miller! Verið svo væn að búa yður undir það að fara til kirkj- unnar klukkan ellefu. Farið svo strax til starfa.“ Audrey, sem áður hafði verið náföl, stokkroðnaði nú af greymju og auðmýk- ingu; hún gekk út og tók til við að festa rósahnappa við stáltein. Loftið var mett- að af liljuilmi, og hún horfði á hvar menn með uppbrettar ermar roguðust með blómakassana út í flutningabílinn. Allt í einu gall við í verzlunarstjóranum: „Hvar eru azaleurnar — dumbrauðu azaleurnar sem við eigum að setja á alt- arið? Þær hafa enn ekki komið. Hefur nokkur ykkar séð þær?“ Það varð uppi fótur og fit, og verzlun- arstjórinn svipaðist um, reiðileg á svip. Svo sagði hún: „Farið í símann, ungfrú Miller — flýt- ið yður nú! Hringið í Garðyrkjustöð Coll- ins og spyrjið eftir Hr. Collins sjálfum. Ef hann er ekki við, þá gerið boð fyrir starfsstjórann. Segið, að þrjár tylftir af azaleum sem við þurfum að nota á alt- arið séu ókomnar!“ „Get ég fengið að tala við hr. Collins? Þetta er í blómaverzluninni Pamelu.“ Dj úp og þægileg rödd svaraði: „Því miður er hr. Collins ekki við nú á stundinni. Þetta er verzlunarstjórinn, sem þér talið við. Um hvað er að ræða? E-er það ekki annars ungfrú Miller, sem ég tala við?“ „Jú —“ Audrey var öldungis forviða. Hún hafði aðeins talað við hinn unga Ge- orge einu sinni eða tvisvar, þegar hann hafði verið í verzluninni. „ Jú — þetta er hún.“ Hann hló við. „Ég þekkti röddina strax! Er það varðandi azaleurnar? Það er búið að senda þær af stað, það sá ég um sjálf- ur. En nú skal ég taka bíl og sjá um þetta sjálfur.“ Audrey gekk að verzlunarstjóranum: „Það er búið að senda blómin, og verzl- unarstjórinn sjálfur er á leiðinni hingað.“ Síðan gekk hún aftur að rósunum sínum. 1 kirkjunni átti Audrey svo annríkt, að henni gafst lítið tóm til að grufla út í eigin áhyggjur. Skreyta átti hvern ein- asta kirkjubekk. Hún byrjaði fremst við dyr með blóm í ljósrauðum litum, og eftir því sem innar dró voru viðhafðir litir í sterkari tónum. Á sjálfu altarinu skyldi skreytt með dökkrauðum rósum. Þetta var hugmynd sjálfrar brúðarinnar. Þegar síðasta kirkjubekknum var lok- ið, rétti Audrey úr bakinu. Hana verkj- aði í mjóhrygginn og hafði krampakennda tilfinningu í handleggjunum. „Þetta er mjög fallegt," hljómaði karl- mannsrödd á bak við hana, og þegar Aud- rey leit við sá hún hvar George Allen stóð. 46 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.