Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Side 18

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Side 18
Stormurinn og myrkrið voru góðir bandamenn hans. Með hjálp þeirra tækist honum, ef til vill, þrátt fyrir allt að sleppa gegnum fylkingar óvina sinna. En varla hafði þessi von skotið upp höfðinu hjá honum, þegar hún var kæfð 1 fæðingunni af Ijósbjarma fyrir utan. Hvoi*t það var heldur venjulegt ljósker, eða rafmagns- ]iera, gat hann ekki sagt um, en hvort heldur það var, gaf það frá sér skæra birtu. Og í þessari birtu gat hann séð regn- ið og stóru greinina, sem gljáði á í regn- inu. Hún lamdi kvistum sínum í glugg- ann; sveiflaðist síðan upp og vaggaði því næst og dansaði fyrir ofan höfuð hans — eins og ginnandi tálmynd. Greinin var brú, sem gat borið hann heilu og höldnu yfir það hyldýpi, þar sem dauðinn beið hans. Á hlöðunni beint andspænis var opin loftlúga. Hann gekk hinum megin við gluggann, þaðan, sem hann gat séð gegn- um lúguna og inn í hlöðuna. í bjarma ljós- kersins sá hann nú í fyrsta skiptið álit- legan hóp umsátursmanna. Á einni mín- útu taldi hann yfir tuttugu manns. En það sem dró athygli hans mest að sér, var miðdepillinn í hópnum þama inni, eitthvað, sem mennirnir höfðu sýnilega óskiptan áhuga fyrir. Það var ekkeii; ann- að en dökkbrúni, svartdröfnótti hestur- inn, hinn dásamlegi Captain, eins og Algie Thomas hafði nefnt hann. Rólegur og með keikan háls stóð hann þarna og lét skoða sig, og ekki eitt augnablik vék hann höfðinu svo mikið sem um einn þumlung frá manninum, sem stóð fyrir framan hann. Það var halti maðurinn með gula andlitið, halti spilamaðurinn. Tom var alveg sannfærður um, að þessi maður væri Skugginn sjálfur. Hann tók upp skammbyssu sína. En eitthvað af því, sem Thomas sheriff hafði sagt, kom honum til að hika. Það var ekki rétt að skjóta mann, jafnvel ekki þrjót eins og manninn þarna niðri, án þess að láta hann fyrst vita, að hann væri í hættu. Jafnvel eiturslangan hegðaði sér drengilegar. Það hringlaði í henni, áður en hún hjó. Hve kænlega hafði ekki Skugginn lagt á ráðin, og hvílíkum sigri gat hann ekki hrósað! Tom gat ekki annað en dázt að honum, hversu mjög sem hann formælti honum í hjarta sínu. Þarn'a stóð hann niðri umkringdur af tuttugu mönnum, sem hver og einn hefði lagt lífið í hættu, til þess að gera út af við Skuggann — þarna stóð hann og klappaði hesti sínum alveg ró- legur! „Eitt græði ég þó að minnsta kosti á þessu, ef ég slepp burtu lifandi," strengdi Tom Converse heit, og hjarta hans tók að berjast á ný, þegar hann leit hinn dá- samlega hest, „þig, Cnptain!“ Maðurinn með gula andlitið gekk frá og kom andartaki síðar aftur í ljós með hnakk, sem hann lagði á bak hestsins. Tom Converse gat með mestu herkjum stillt sig um að hrópa og aðvara þá: ,,Heimsk- ingjarnir ylckar! Standið þið þaraa og horfið á, að Skugginn taki hest sinn aft- ur.“ En hann stillti sig og beit á jaxlinn. Hann laut dálítið dýpra áfram, en í sömu svifum kváðu við tvö riffilskot hinum meg- in frá lilöðunni, og tvær kúlur þutu ógn- andi fram há höfði hans. Bölvandi stökk hann til hliðar. Gátu þeir hafa séð hann í daufa ljósinu, sem var fyrir framan gluggann? Óhugsandi. Hann tók að ganga fram og aftur í herberginu. Ef umsátursmennimir héldu svona nákvæmlega vörð, væri algerlega vonlaust að reyna að sleppa burt. Tvö skot kváðu við aftur, og kúlurnar þutu gegnum gluggann og lentu í veggn- um andspænis. Skyndilega varð honum ljóst, hvernig í öllu lá. Varðmennirnir gátu með engu móti haft gætur á, hvað fram fór við gluggann vegna regnsins og greinarinnar, 54 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.