Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 28
skal ég lána þér mínar bækur,“ sagði Stu-
art.
Þeir ræddu málið nánar. Og Stuart sló
á þá strengi í sál Abrahams, sem ávallt
voru næmastir:
„Sérhver ungur maður á að setja sér
háleitt mark; hann á að segja við sjálf-
an sig, að hann skuli keppa að því að ná
settu marki.“ Og hann bætti við: „Það er
gulls ígildi að bjarga sér sjálfur.“
Springfield var fjörutíu kílómetra frá
New Salem. En Abe gekk þangað sam-
dæmurs og aftur til baka. Um kvöldið
kom Green, vinur hans, til þess að vita
hvernig honum liði eftir ferðina.
„Hvað er þetta,“ hrópaði Green, „hef-
urðu borið þessar f jóru þykkur bækur und-
ir hendinni alla leið frá Springfield ?“
„Já, og lesið fjörutíu blaðsíður í einni
þeirra á leiðinni,“ sagði Abe. „Setztu nið-
ur og hlýddu mér yfir lexíuna.“
Green lagði nú spurningar fyrir Abe
og komst að raun um, sér til mikillar undr-
unar, að Abe kunni utanbókar þessar
fjörutíu blaðsíður.
Og nú las Abe lögfræði af miklu kappi.
Tveim árum síðar tók hann próf í lög-
fræði og settist að í Springfield.
Það er skylda sérhvers málfærslumanns
að hjálpa sérhverjum, sem til hans leitar,
að ná rétti sínum eftir lögunum. Þessa
hjálp ber honum að láta í té án tillits til
eigin hagsmuna. Slæman málstað á hann
ekki að verja og heldur ekki að reyna að
fara í kringum lögin eða blekkja dómstól-
ana, svo að saklaus sé dæmdur sekur. En
það hefur verið sagt um marga mála-
færslumenn, að þeir sköruðu eld að sinni
köku og reittu alla inn að skyrtunni, sem
til þeirra þyrftu að leita.
Þið hafið kannski mörg heyrt söguna
um unga maninnn, sem átti að verða kon-
unglegur hlaupari. Það átti að taka úr
honum miltað, svo hann gæti hlaupið án
þess að mæðast. En lækninum mistókst
áðgerðin, svo að hann tók úr honum sam-
vizkuna í staðinn fyrir miltað. Og nú dugði
ungi maðurinn til einskis nema að gerast
málafærslumaður.
En Abraham Lincoln vildi ekki vera
samvizkulaus málafærslumaður. Dreng-
lyndi, vinsemd, gjafmildi og réttsýni
stjórnuðu gerðum hans.
Eitt sinn kom til hans maður og bað
hann um hjálp.
„Já, segðu mér þá alla málavexti í sem
fæstum orðum, en vertu sannorður,“ sagði
Abraham.
En þegar maðurinn hafði sagt sögu sína
sagði Abe:
„Ég get ekki hjálpað þér. Andstæðing-
ur þinn hefur á réttu að standa, en þú
á röngu.“
„Það kemur þér ekkert við,“ sagði mað-
urinn. „Ég skal borga þér vel fyrir að
reka mál mitt.“
„Hvað er þetta,“ sagði Abe hvassyrtur.
„Ég ver aldrei þann málstað, sem ég álít
vera rangan.“
„En þú getur þó valdið andstæðingi
mínum útgjöldum og angurs. Hann á það
sannarlega skilið og ég skal borga þér
vel fyrirhöfnina, hvort sem ég tapa mál-
inu eða vinn það.“
„Með brögðum og blekkingum gæti ég
unnið málið fvrir þig og hirt mín laun,
en ekkjan, sem stendur uppi fyrirvinnu-
laus með smábörn, eins og þú hefur sagt
mér, á meiri rétt á þessum peningum en
þú. Ég tek þess vegna ekki að mér þetta
mál.“
„Ekki með nokkru móti?“ spurði mað-
urinn, sem hélt að Abe seldi samvizku
sína fyrir gull.
„Nei, jafnvel ekki þótt þú byðir mér
aleigu þína,“ svaraði Abraham ákveðinn.
Maðurinn reiddist.
„Endurgjaldslaust vil ég gefa þér gott
ráð,“ sagði Abe. „Þú virðist vera styrk-
leika- og dughaðarmaður. Þú skalt því
vinna þér þessa peninga inn á heiðarleg-
an hátt.“ Framh.
64
HEIMILISBLAÐIÐ
J