Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 30
til skrauts. Þegar jarðarberin eru hérumbil þídd eru þau stöppuð með gaffli. Eggjarauðurnar og sykurinn hrærast vel saman, matarlím- ið bleytist upp í köldu vatni og leysist síðan upp í 3—4 msk af sjóðandi vatni. Rjómi og eggjahvítur þeytast hvort fyrir sig. Hrærið fyrst handvolgt matarlímið í eggjamassann, hrærið jarðarberjamass- ann út í og um leið og hann er að stífna þá eru eggjahvíturnar látnar út í, þá helm- ingurinn af þeytta rjómanum og þá af- gangurinn af honum ef fromagið þolir það. Skreytt með jarðarberjum og þeytt- um rjóma. Má standa í kæliskápnum þang- að til daginn eftir. Hér er svo uppskrift af mjög góðri: Zachertorte með kaffinu seinna handa 6—8 pers. Deig: 125 gr dökkt súkkulaði 150 gr lint smjör 175 gr sykur 6 eggjarauður 100 gr hveiti 100 gr afhýddar fínt hakkaðar möndlur 6 eggjahvítur. Kakan er smurð með % kg apríkósumósi 1 plata súkkulaði 100—125 gr. Súkkulaðið er brætt við mjög hægan hita, smjörið er hrært, sykur og eggjarauður eru þeyttar í þykka froðu. Það er mjög mikilvægt að sami hiti sé á súkkulaðinu og smjörinu, þegar smjörið er hrært út í súkkulaðið, bezt með rafmagnsþeytara. Þegar það er búið, þeytist eggjamassinn í og síðast hrærast hveiti og möndlur út í. Að lokum eru stífþeyttar eggjahvíturnar látnar út í, fyrst helmingurinn af þeim, svo afgangurinn látinn út í og hrært með skeið. Deigið er látið út í velsmurt form, sem er látið í ofn við 150—160° hita. Við þennan hita er kakan bökuð í 1 klst., ef til vill ofurlítið lengur. Kakan er tekin varlega úr forminu, þegar hún er farin að kólna. Alveg köld kakan skorin 1 sund- ur og apríkósumós er látið á milli og öll kakan síðan smurð með apríkósumassan- um. Kakan er látin á kaldan stað í minnst 6 klst. Þá er súkkulaðið látið yfir. Súkku- laðið er brætt við mjög hægan hita og er strokið yfir með hnífi. Zachertorte er framreidd mjög köld, helzt beint frá kæli- skápnum. Kartöflusufflé me'ð osti og skinku. 8 dl mjólk, 1 tsk salt, 130 gr kartöfluduft í pakka, 25 gr smjör, hvítur pipar, 3 egg, 150 gr rifinn ostur, 150 gr soðin skinka, smjör. Látið mjólkina sjóða, takið pottinn af plöt- unni, hrærið salti og kartöfludufti út í. Blandið smjöri, kryddi og eggjarauðum út í og síðan rifinn ostinn og skinkuna út í og hrærið að lokum stífþeyttum eggja- hvítunum varlega út í. Látið allt í smurt ofnfast fat með lóðréttum hliðum, látið smjörstykki hér og þar ofan á og bakið í ofni við 200° í ca 30 mín, þangað til það hefur lyft sér fallega og er orðið ljósbrúnt að ofan. Grænt salat og brætt smjör er borið fram með þessum rétti. Mörg eru húsmóðurstörfin. HEIMILISBLAÐIÐ 66

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.