Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 34
Kalli og Palli elta uppi sinn hvorn storkinn og stökkva á bak þeim. Þannig fá þeir ókeypis flugferð. „Höldum okkur fast, annars dettum við niður!“ hrópa Kalli og Palli. „Já, haldið ykkur bara fast,“ hugsa storkarnir, „við skulum samt sjá um að þið dettið!" Og allt í einu snúa þeir sér við, svo að bakið snýr niður og Kalli og Palli hrapa niður, en sem betur fer falla þeir í litla tjörn .En hvað þeir eru framlágir og votir þegar þeir þramma heim að húsinu sínu. Þeir ætla aldrei framar að stelast á bak storkunum. Kalli og Palli eiga bara eina appelsinu og þeir ríf- ast um hvor þeirra eigi að borða hana. Að skipta henni til helminga taka þeir ekki í mál. Pelíkaninn býðst til að hjálpa þeim. „Sá ykkar, sem getur kast- að henni beint í pokann minn, fær appelsínuna!" Palli á að reyna fyrst og hefur heppnina með sér. Appelsínan lendir beint upp í pelíkanann. „Þakka ykkur fyrir,“ segir hann og flýgur brott. „Munið, að næst þegar þið eigið appelsínu, skuluð þið skipta henni á milli ykkar."

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.