Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Page 10

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Page 10
Á fyrsta farrými SMÁSAGA EFTIR NANCY CABELL ,,Molly Shannon!“ var sagt með þungri áherzlu. „Þér sofið yfir yður! — Það er búið að hrigja í yður í bráðum fimm mín- útur. Flýtið yður í fötin!“ Molly losaði svefninn, ekki í ljósrauða svefnherberginu sínu, heldur í ónotalegri svefnkoju þar sem gólfið gekk upp og nið- ur og út um ljórann sást í haf og himin. Svo rifjaðist allt upp fyrir henni. Hún glaðvaknaði, sveiflaði grönnum fótunum yfir kojubríkina og seildist í silki-inniskó, en fann reyndar ekki annað en grófa flóka- skó. Hún var ekki lengur Mary Shannon-Co- ates, heldur aðeins Molly Shannon, sem var ráðin káetuþerna fyrsta farrýmis á Dora- vici, og nú hafði hún sofið yfir sig, strax á fyrsta morgni í starfinu. „Þakka yður fyrir.“ sagði hún við stöllu sína nokkru eldri, sem hún var ásamt í káetunni. „Ég skal hafa hraðann á.“ Ungfrú Flint hnussaði lítillega. „Veitir ekki af, að þér gerið það. Nú er búið að hringja frá númer sex í eilífðartíma. Það er þessi rauðhærða frú, og það er ekki auðvelt að gera henni til geðs, ef ég þekki rétt. Það er annars ekki slorlegur náttkjóll, Lafayette spaða-forseti. Hinar glæsilegu drottningar þeirra voru þær Venus, For- tuna og fleiri af þeirri sort. Árið 1855 var reynt að hagnast á list vinsælla leikara með því að birta myndir þeirra á spilum, en slík spil urðu ekki lengi vinsæl, frem- ur en spil með myndum skálda og forseta. sem þér eruð í,“ bætti hún. svo við nieð nokkurri vanþóknun. Molly beit á vör sér. Þegar hún hafði fengið stofuþernuna sína, hana Louise Grant, til að útbúa hana með nauðsynleg- asta fatnað, gegn ríflegri-þóknun að sjálf- sögðu, hafði henni láðst að biðja hana uxn tilheyrandi náttfatnað í samræmi við starf káetuþernu. „Mér var gefinn hann,“ svar- aði hún uppburðarlaus. „Frú, sem ég vann hjá, gaf mér hann.“ „Þér eruð sveimér lukkunnar pamfílh gegndi ungfrú Flint þurrlega. „Þér fenguð þetta starf á síðustn stundu. Herra Ivirk hlýtur að hafa litizt vel á yður.“ Svo hraðaði hún sér til starfs síns, og Molly var önnum kafin við uð tygja sig. Lukkunnar pamfíll! Molly geiflaði sig kaldhæðnislega og slétti úr léreftskjólnum um mjaðmirnar. Já, Mary Shannon-Coates ha.f 'öi fundizt hún sjálf vera heppin. Það var ekki liðinn sólarhringur frá því að hun hafði talið sig vera heppnustu og ham- ingjusömustu stúlku í allri Parísarborg'- Ekki aðeins hafði hún allt sem hún þurfth allt sem hægt er að fá fyrir peninga En hvernig svo sem farið hefur í sjálfu mannlífiu, þá hefur í heimi spilanna farið svo, að þau hafa aftur fengið höfuð krýndra þjóðhöfðingja — og að minnsta kosti þar virðast þeir nú vera blýfastir 1 sessi. 82 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.