Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Page 16

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Page 16
,,Þú virðist ekki vera neitt sérlega hrif- inn af bridge, Micky?“ sagði frú Myra Heming, og rödd hennar var smjaðurslegri en ögrandi tunga eitursnáks. „En þú komst því svo fyrir með mikilli fyrirhöfn, að ég sat föst við spilaborðið allt kvöldið." ,,Já, en elsku bezta Myra, þú sagðist gjarnan sjálf vilja spila.“ „Og á meðan kaustu heldur að eiga stefnumót við þessa undirförlu káetu- þernu!“ hreytti frúin út úr sér og gat nú ekki stillt sig lengur. „En þið skuluð bæði fá að iðrast þess.“ Purpurarauðar neglur konunnar otuðu sér að skyrtubrjósti pilts- ins. „Heldurðu að það sé til þess arna, sem ég hef gefið þér verðmæta hnappa — eða svörtu perlurnar sem þú þóttist svo feim- inn við að taka á móti í eftirmiðdaginn ?“ Svartir perluhnappar gljáðu í tungls- Ijósinu á hvítu skyrtubrjósti Michaels. Það var Molly um megn að horfa á þá — ell- egar á svitagljáandi andlit piltsins. „Myra!“ Unga manninn setti dreyr- rauðan. „Hvers vegna segirðu slíkt og því- líkt? Við ungfrú Shannon hittumst af til- viljun. Þetta hefur ekkert að segja og er ekki annað en saklaust rabb í tunglskin- inu!“ „Það þarf víst varla að segja fleira,“ hvíslaði Molly. „Ég vil þá mega fara.“ Bara ef hann hefði á þessari studu rétt fram höndina og stöðvað hana ... En það gerði hann ekki. Hann stóð eins og stein- gervingur með hendur við síður og knýtta hnefa. „Já, því fyrr því betra!“ kallaði frú Heming á eftir stúlkunni. Síðan sneri hún sér að Micky og greip um handlegg hans og sagði — í bænarrómi: „Micky — ertu reiður við mig? Ég bið þig að fyrrigefa mér!“ Molly stóð með höndina á dyrahandfang- inu að íbúð frú Myru Heming og reyndi að setja í sig kjark til að ganga inn. Þrír dagar voru liðnir frá atburðinum á báta- þilfarinu. Auðsjáanlega hafði frúin ekki látið um hann fréttast við yfirþjóninn. Að minnsta kosti hafði ekki hin minnsta breyting orðið á högum stúlkunnar, nema ef telja skyldi, að frúin var orðin illþol- anlegri en nokkru sinni fyrr. Það hafði þo ekkert að segja í rauninni. Verst var skammartilfinningin af því, ,að hafa látið heillast af manni sem stóð í jafn auðmýkj- andi sambandi við þessa lítilfjörlegu fi’u Heming. Sú tilfinning var Molly óbærileg og kom henni til að tárfella í einrúmi, bæði af niðurlægingu og örvingjun. Hún var stöðugt að sjá þau saman, Mic- ky og frú Heming. Hvað eftir annað hafði hann sent stúlkunni einskonar leynileg' merki, en hún hafði látið sem hún tæki ekki eftir þeim og tekizt með næsta ótrúlegi'1 útsjónarsemi að forðast að lenda í návist hans án þess aðrir væru viðstaddir, — en hann virtist reyna að hitta hana eina, þótt honum tækist það hinsvegar ekki. Nú barði hún að dyrum á íbúð frúar- innar. Ekkert svar. Hún opnaði dyrnai’ upp á gátt, en steig svo skref aftur á bak og greip um munn sér eins og til að koma í veg fyi’ir að hún æpti upp. Svefnkáetan var ekki mannauð. En það var ekki frú Myra Heming sem stóð fyi'i1’ framan snyrtiborðið, þar sem allt virtist nú vera komið í hina megnustu óreiðu. Sa sem stóð þarna var maður, sem ekki hafð1 neinn rétt til að vera í svefnvistarveru fru- arinnar: Micky. 1 annarri hendi hélt ham1 á stóru ferköntuðu flöskunni með ilmsalt- inu, sem frúin skildi svo að segja aldre1 við sig, og anganin af saltinu fyllti káet- una. — Nú sá Molly, að Micky hafði hellt úr flöskunni í lófa sér nokkrum tærum kristöllum. Stúlkan virti undrandi fyrir sér hvermg allt var umleikis hér inni — skúffur út- dregnar, fatnaður í haugum, sokkar og 88 HEIMILISBLAÐlÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.