Heimilisblaðið - 01.05.1979, Side 21
ustu og hættulegustu leiðinni á flóttanum
— hinu hallandi auða svæði. Tunglsljósið
var miskunnarlaust í allri sinni birtu. Cur-
zon var alveg viss um, að þau mundu sjást
Sem skarpir skugga á tunglsbjörtum fleti
hæðarinnar. En það var ekki um aðra
leið að velja, og allt af dró saman með þeim
°g ræningjunum — nýr hópur kom þjót-
andi frá annarri hlið og tók á rás eftir
þeim með tryllingslegum ópum.
Skammbyssuhvellur heyrðist gegnum
hávaðann, önnur skot heyrðust á eftir —
andstyggilegir, nístandi hvellir. Það fór
hrollur um Curzon, svo hann gnísti tönn-
um. Hve hræðilegt, ef einhver kúlan skyldi
nú hæfa Jay! Hann bað þess í hjarta sínu,
að ef slíkt kæmi fyrir, þá yrði hún ekki
sár og óvíg, heldur dæi þegar í stað. Hvað
svo sem það kostaði, mátti hún ekki lenda
í höndunum á þessu illþýði. Curzon hægði
á hlaupunum, svo að hann dróst aftur úr
ungu stúlkunum. Hermína hljóp fyi'st, því
uæst Jay og síðastur Curzon — hvert á
eftir öðru. Ef vel miðaðri kúlu væri hleypt
af, mundi hún hæfa Curzon — og örlögin
urðu svo að vera miskunnsöm ungu stúlk-
unum. Ef til vill mundi Corcuera koma
hingað svo fljótt, að hann gæti orðið frels-
ai'i þeirra.
Kúla þaut fast fram hjá eyra hans.
Annar skothvellur kvað við, og Curzon sá
þá stúlkuna, sem síðar hljóp, hrasa, þeg-
ar þau nú voru komin hálfa leið upp brekk-
una.
„Jay!“ hrópaði hann, og kenndi hræðslu
í röddinni.
„Það er ekkert,“ svaraði hún og hélt
afram hlaupunum. ,,Ég hrasaði bara. Það
Var aðeins steinn.“
Vélahúsið var nú ekki nema spölkorn
* burtu, og bak við það gnæfði hið skugga-
^ega trjávirki, sem umlukti eignina.
Curzon sneri við höfðinu og leit um öxl.
Ræningjarnir voru ískyggilega nálægt. Ef
fh vill mundi þeim takast að komast til
HEIMILISBLAÐIÐ
trjávirkisins, áður en en ræningjarnir
næðu þeim, en þeim mundi ekki vinnast
tími til að klifra yfir. Honum varð allt í
einu Ijóst, hve þetta var vonlaust, og nú
heyrði hann auk þess gljrmjandi hófadyn
í einum af trjágöngunum til hægri. Hann
ályktaði af því, að einhverjir af ræningj-
unum hefðu tekið hesta sína og riðu nú
í boga í veginn fyrir þau, til þess að varna
þeim frekari undankomu.
í nokkrum skrefum náði Curzon ungu
stúlkunum.
,Það er ekki til neins!“ sagði hann móð-
ur. ,,Við komumst það ekki. Við verðum
að leita okkur hælis. Þessa leið!“
Hann breytti um stefu og herti á ungu
stúlkunum, til þess að koma þeim inn í
skuggann af vélahúsinu, sem var skugga-
legt og þunglamalegt efst í brekkunni.
Þegar þau komust inn í skuggann undir
veggnum, hætti skothríðin snögglega. Ræn-
ingjarnir höfðu misst sjónar af þeim —
fyrst um sinn.
Frá athugunum sínum fyrr um kvöldið
vissi Curzon hvar dyrnar voru. Hann fann
þær og hratt þeim upp.
„Farið inn!“ sagði hann hvíslandi við
ungu stúlkurnar.
Hann. beið meðan ungu stúlkurnar og
Apache skutust inn. Síðan stóð hann kyrr
eitt augablik og horfði aftur fyrir sig. Það
úði og grúði af skuggalegum mönnum á
auða svæðinu. Hann og ungu stúlkurnar
voru komin í öruggan griðastað fyrst um
sinn. Hann gekk inn, lokaði dyrunum og
setti þunga slagbrandinn fyrir hurðina.
Þau voru óhult — að minnsta kosti í
nokkrar mínútur. Ræningjarnir mundu að
vísu auðveldlega geta brotið upp dyrnar
að vélahúsinu — hurðin var ekki neitt sér-
staklega sterk, hingað og þangað á henni
voru rifur, sem koma mátti fingri í gegn-
um. Og jafnvel járnin, sem héldu slag-
brandinum, voru tiltölulega veik. En það
var mikið efamál, hvort menn Barboza
93