Heimilisblaðið - 01.05.1979, Page 22
mudu áræða að ráðast á dyrnar, meðan
dimmt væri. Þeir vissu, að Ruy da Luz var
vopnaður — þeir höfðu allir heyrt kynstr-
in öll af sögum um hina dæmalausu skot-
fimi hans, og þeir mundu áreiðanlega hika,
áður en þeir færu inn á dimmt svæði, þar
sem Ruy da Luz lægi í leyni með skamm-
byssur sínar og sín öruggu, árvökru augu,
sem aldrei skeikaði.
XVII.
Eins og refir eru svældir
Það var þægileg tilfinning að standa
hérna í myrkrinu, hulinn hinum ógnandi
augum og þeim banvænu skammbyssu-
kjöftum, sem biðu fyrir utan í tungls-
bjartri nóttunni. Öll hin ógeðslega mið-
næturveizla hafði reynt mjög á taugar
þeirra, og síðustu fimm til sex mínúturn-
ar höfðu verið svo hlaðnar taugaáreynslu,
að aðeins augnablikshvíld var eins og
gróðrarskúr í vorþurrkum.
En Curzon gerði sér engar tálvonir um,
að liættan væri á nokkurn hátt liðin hjá.
Kringumstæðurnar voru alveg eins ör-
vinglandi og vonlausar fyrir þau, eins og
þegar þau voru á auða svæðinu. Já, þær
voru alvarlegri en nokkru sinni áður.
Þangað til Curzon sló hinn svartskeggj -
aða félaga sinn í andlitið með steiktu kalk-
únshænunni, hafði hann alltaf haldið hon-
um í skefjum með yfirburðum sínum í fasi
og framgöngu. En nú var sríðið hafið,
og fresturinn, sem tilviljunin hafði enn
þá einu sinni gefið honum og ungu stúlk-
unum tveimur, þýddi ekkert annað en það,
að Barboza og menn hans gátu beðið upp-
gjafar fórnardýra sinna í ró og næði.
Vélahúsið, sem á þessu augnabliki veitti
þeim aukið öryggi, var í raun og veru
gildra. Curzon hafði flúið hingað inn blátt
áfram vegna þess, að hann gat ekki leit-
að hælis á neinum öðrum stað með ungu
stúlkurnar. En þetta var timburhús með
stráþöktu þaki, sem þegar í stað mundi
standa í björtu báli, ef eldur væri að þvi
borinn. Og fyrir utan biðu hundrað af
verstu g-læpamönnum heimsins með for-
ingja, sem reiðin sauð og svall í. En sjálf-
ur var hann lokaður hér inni með tveim
ungum stúlkum og kjölturakka — án hinna
minnstu möguleika til þess að sleppa burt.
Curzon hafði gefið upp alla von, en þai'
fyrir datt honum ekki í hug að hætta bar-
áttunni. Hann hafði aldrei á ævi sinni
fundið til jafn mikils sjálfstrausts og þess,
sem nú gagntók hann, né heldur til þessa
kæruleysis fyrir því, hver örlög hans yrðu.
Hann mundi verða skotinn — það var einS
víst og nokkur hlutur gat’ verið — til þess
var leikurinn of ójafn. En þetta hérna var
nokkuð annað en að standa sem sem skot-
spónn frammi fyrir hópi af hermönnum,
hjálparlaus, kvíðinn og skömmustufulhu’-
Þetta mundi verða dauðdagi, sem hann gat
látið sér sæma, og hann ætlaði að ganga
í dauðann í þeirri fullvissu, að hann hefði
barizt góðri baráttu, sæmandi hverjum
góðum dreng.
Ætlun ræningjanna fyrir utan var auð-
sjáanlega sú, að útkljá leikinn eins fljó-tt
og frekast var unnt. Þeir höfðu þust á eft-
ir flóttamönnunum að dyrunum og höfðu
ekki í hyggju að láta eina vesæla hurð hefta
framgang sinn. Curzon ýtti með öxlunum
á hurðina og fann hinn geysilega þrýsting*
þegar ræningjarnir ruddust fram. Dyrnaf
gætu áreiðanlega ekki staðizt mörg slík
áhlaup. Hann varð að finna einhver ráð
til þess að halda þeim í hæfilegri fjarlæg'ð-
Fyrsta hugsun hans voru skammbysS'
urnar, sem hann bar í belti sínu og hafðJ
tekið af hermönnum Corcuera kapteins-
Þær voru hlaupvíðar, og hann kunni ekkJ
allt of vel að fara með þær. Meðan haJJJ1
var að fikta við eina þeirra í myrkrinu,
hljóp skotið allt í einu úr henni.
Til allrar hamingju vissi hlaupið fJ-a
honum, skotið lenti í hurðinni, og kúlaJ1
þaut í gegnum hana eins og væri hún nsef-
94
HEIMILISBLAÐlP