Í uppnámi - 01.06.1901, Side 36
66
45. J. Minckwitz.
Svart.
mánaðarlega skákt.ímarit, er heitir “Akademische Schachbliltter" og kemur
það út í Berlín.
—Tveggja nýlátinna taflmanna ber að geta. Dr. Adolf Bayersdokfer,
einn hinn fremsti skákdæmahöfundur síðari tíma, lözt í Miinchen 21. febrúar
siðastliðinn, nálega 59 ára gamall. Sem listadómari og fornfræðingur var
hann og mjög kunnur. Til dæmis um það með hve mikilli elju og vand-
virkni hann samdi dæmi sin, skal þess getið, að hann var í 5 ár að fást
við að semja skákdæmi eitt uns hafði náð því takmarki, er hann hafði sett
sér í byijun. Hinn er Johannes Minckwitz, sem nýlega réði sér bana
58 ára gamall. Hann var góður taflmaður og jafnframt góður skákdæma-
höfundur, og margir munu þekkja
skákrit hans. Hann var tvisvar
ritstjóri “Deutsche Schachzeitung”
(1865-76, 1879-86); af ritum hans
mætti nefna “Das ABC des Schach-
spiels," sem meðal annars hefur
verið þýtt á sænsku af R. Sahlberg
(1885), “Humor im Schachspiel” o. fl.
Hann var ritstjóri margra skákdálka
þar á meðal í “Illustrirte Zeitung”
(Leipzig); yfir höfuð fékkst Minck-
witz mikið við skákfélagamál og var
heiðursfélagi 10 skákklúbba. Hann
var geðveikur seinni hluta æfinnar.
Mát í 4. leik. Vér setjum hér fjórleiksdæmi eptir
hann, kallað “járnkrossinn,” og var það tileinkað hinum sigursæla þýzka
her 1871.
—I Gautaborg í Sviþjóð verður haldið norrænt skákþing dagana 4. til
16. ágúst næstkomandi. Hið nýstofnaða norræna skáksamband lætur halda
það þing. Annað samskonar skákþing i sumar hafa Svissarar haldið í
St. Gallen (8.—9. júní) og urðu hinir beztu keppinautar jafnir að lokum.
Ennfremur heldur hið hollenzka skáksamband þing i Haarlem 22. júlí til
I. ágúst og skal hinn bezti taflmaður þar hljóta yfirmeistaranafn auk stórra
fjárverðlauna.
—21. júni síðastlið. tefldi ungur, efnilegur taflmaður Dana, cand. jur.
J. Gersing, 6 blindtöfl í einu í skákfélagi Kaupmannahafnar. Hann vann 3,
tapaði 2 og 1 varð jafntefli. Þótti það vel gjört.
—Dr. Emanúel Lasker, fremsti taflmaður í heimi, hefur nýlega haldið
fyrirlestra um skák á ensku. Einn af þeim hefur verið birtur, að minnsta
kosti i útdrætti. Hin praktisku atriði hans eru auðvitað mikilsvirði, en hið
sögulega i honum ber vott um þekkingarskort. Lasker hefur núna heimsótt
nokkra skákklúbba í Bandaríkjunum. Hann býr sem stendur á Englandi.