Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 11

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 11
Nokkur ráð og bendingar. (Lauslega þýtt úr “British Chess Magazine.”) Eg gjöri ráð fyrir, að þér, sem eg beini orðum mínum að, séuð ungur maður, óæfður en allvel lagaður fyrir skák og að yður fýsi til að verða góður tafimaður. f*ér hatið að likindum sigrað frændur yðar og vini heima og því getur yður ekki farið mikið fram í skák með því að tefia einungis við þá og liggur því beinast við fyrir yður að ganga í skákfélag; þar munuð þér fá færi á að sýna kunnáttu yðar og án efa komast að raun um, að yður sé í mörgu ábótavant. Þér munuð víst verða þess var, að allmargir taffmenn þar hafa nokkuð svipaða tafiaðferð, fara venjulegast eina braut, er þeir víkja lítið út af. Þeir byrja taflið ávallt á sama eða líkan hátt og eru deigir til að fórna mönnum til að ná betri tafistöðu og þar fram eptir götunum. Eigi skuluð þér feta í fótspor þessara manna og hvorki vera alltof varkár í vörn né of hræddur til atlögu; við dirfskuna verður tafiið fjörugra. Beitið eigi ávallt sömu byrjunum, en breytið til um þær og er þér tefiið við annan yður betri, þá takið á því, sem til er, og forðist hvorki að beita né taka brögðum. Ef til vill tapið þér mörgum töflum í fyrstu en af því lærið þér og þér munuð sanna, að hinn djarfi taflmaður kemst venjulega áður langt um líður upp í hærri flokkana í félaginu. Skapferli hvers einstaks hefur auðvitað mikil áhrif á taflmennsku hans, ekki síður en annað í fari lians, en enginn verður góður taflmaður án þess að stunda skák vel bóklega; þó er það ekki ráðlegt að halda sér allt of fast til bókarinnar og minnisins, því að bæði er það opt og einatt hæpið, og getur jafnvel líka dregið úr ánægju þeirri, sem menn hafa af taflinu. Það er siður, að betri taflmenn gefi viðvaningum mann eða leik í forgjöf. Ef þér fáið riddara í forgjöf og mótleikandi yðar leikur 1. e2—e4, þá er d7—d5 ekki slakur svarleikur fyrir yður, og án efa er það bezti vegurinn til að sjá við kongsbragði, en fyrir mitt leyti vildi eg samt ráða yóur til að taka bragðinu og sjá fyrir afleið- 1

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.