Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 22

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 22
12 Dilaramsmát. Miklar sögur fara af því, hve Austurlandabúar séu fifldjqyfir við tafl °g leggi opt undir allar sinar eigur, hús og heimili og vanalega að síðustu eiginkonu sína eða ástkonu. Ein hin kunnasta af þesskonar sögum er sagan um Dilaram, sem einkanlega var í miklum metum á miðöldunum. Sagan er sögð á ýmsa vegu og meðal annars þannig (i gömlu persnesku handriti): Ungur höfðingi persneskur gjörði eitt sinn það glappaskot að tefla skák við annan höfðingja og leggja undir uppáhalds ambátt sina, hina fögru Dilaram; hinn lagði undir mikið gull. Tafli hans var mjög illa komið að lokum og mótleikandinn ógnaði með máti i næsta leik. Fylltist hann þá harmi, iðraðist sáran og bölvaði þeirri astríðu, er hefði valdið því, að hann missti þeirrar konu, er hann elskaði. Hann gat ekki fundið neitt, er bægt gæti frá hinni yfirvofandi hættu, og ætlaði því að leggja árar í bát og beygja sig undir hið illa hlutskipti sitt. En hin fagra Dilaram hafði fylgzt með taflinu og athugað nákvæmlega taflstöðuna og sá, að henni yrði við bjargað; hún æskti ekki húsbændaskipta og hrópaði því til herra síns: “Slepp ei þinni Dilaram dýru en drepa báða liróka lát, Fram með biskup, fram með peð og fram með riddarann — þá er mát!” Hann fór að ráðum ambáttar sinnar og vann taflið. Á miðöldunum urðu margir til þess að finna út taflstöður, er átt gætu við taflstöðu þá, er sagan bendir til. Af þeirn eru allmargar til enn, meðal annara ein í fimm leikum eptir þeirra tima manngangi á þessa leið (úr arabisku handriti frá 12. öld, sem ’er í British Museum): Hvitt (8 menn): Khl, Hbl og b7, Bc5, Rb2, Pa6, c6 og d6. Svart (8 menn): Kc8, He2 og f2, Bh6, Rf3, Pd2, g3 og h3. Hvítt mátar í 5. leik.1 í safninu “Nokkur skákdæmi og tafllok” II. nr. 184 er eitt af þessum fornu dæmum birt, en eðlilega lagað eptir nútiðar-manngangi; við það dæmi í þess fornu mynd eiga vísuorðin hér að ofan, sem Dilaram eru lögð i munn, og höfundur kvæðisins hér á eptir hefur haft það fyrir augum (Hvitt: Ka6, Hhl og h4, Bh3, Rg4, Pf6 og g6. Svart: Kg8, Hb8 og b4. Mát i 5. leik). Annars hafði þessi saga allmikla þýðingu fyrir þróun fórnar-hugmyndarinnar i skákdæmalist miðaldanna. Vér flytjum hér kvæði út af sögu þessari, er hra. cand. mag. SiGi’ús Bi.öndal hefur samið að tilmælum vorum. Þar er hinu persneska nafni Dilaram breytt og ambáttinn kölluð Hjartfró, en sú mun vera þýðing hins persneska nafns. 1 Úrlausnin er þessi: 1. Hb7—b8f, Iíc8xb8; 2. Rb2 — c4-þ, Kb8—c8; 3. Hb1 —b8f, Kc8xb8; 4. c6—c7f, Kb8 — c8 (eða a8); 5. Rc4—b6=þ.

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.