Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 14

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 14
4 Það er óskrásett regla meðal taflmanna, að þegar hrókar úr öðru liðinu standi á sömu reitalínu og drottningin úr hinu, þá skuli þegar færa hana og það þó menn standi á reitunum í milli. Þetta er ef til vill of mikil varúð, en nauðsynleg er hún þegar drottningin stendur fyrir framan konginn, því að þá má ætíð búast við að hún verði gjörð að lepp af óvinahrók, og ávallt skal gæta bezt drottningarinnar, þegar hún er nálægt konginum. Einn liinn bezti staður fyrir hana í meðaltaflinu er c2[c7], þegar drottningar-biskups-peð hefur verið fært fram um einn reit. Hér getur hún snúið sér til beggja fylkingar- armanna og stendur á kongshrókspeðinu, sem opt er næsta veikt fyrir, og svo getur drottningarhrókur komizt á framfæri. Aðrir heppilegir reitir fyrir drottninguna eru b3 [b(i], d2 [d7] — ef drottningar biskup er komin út — og stundum e3 [e6] og g3 [g6]. Eigi skuluð þér nota drottninguna til sóknar eða varnar, þegar þér getið eins vel no'tað aðra menn til þess; og sjaldan er gott að gjöra atlögu með henni nema í samvinnu við einhvern annan mann. Sumir hafa mikla fýsn til að skáka, hvenær sem þeir komast höndunum undir, en slíkt er athugavert; það er gömul og góð regla: “Forðist gagnslausar skákir”, og þér getið verió viss um, að skák, sem gefin er án nokkurs augnamiðs, muni að öllum líkindum vinna yður meira tjón en gagn. Margir óæfðir taflmenn eru býsna tregir til að hróka. Hvenær hróka ber og hvenær ekki, kennir reynslan bezt, en þar sem þér eruð eigi æfður, skal það tekið fram, að bezt mun vera að liróka snemma og kongsmegin. Ef þér hafið lialdið, að lirókun gæti unnið yður ógagn, þá er það líklega af því, að þér hafið hugsað yður, að þegar kongurinn væri settur á þenna fasta stað, mundi óvinurinn gjörla sjá, hvar hann eigi að leggja að og safni því liði sínu þangað. Þetta er mikið rétt, en þér munuð sanna, að það sé hættulegra að fresta hrókun, að hægra sé að leggja að konginum á hans eigin reit og að þér getið orðið neyddir til að færa konginn og þannig tapað rétti til að hróka. Hrókunin gefur líka konginum tryggt hæli að minnsta kosti um stundar sakir, en yður sjálfum tíma og hrókum yðar færi á að komast út. Höfuðreglurnar fyrir góðri skák eru að koma mönnunum fyrst út og svo að gjöra atlögu. Hrókun drottningarmegin veitir konginum að vísu eigi eins tryggt hæli og hin, en stundum er þó ráðlegt að hróka svo, einkum ef mótleikandi hefur hrókað kongsmegin og þér því viljið sækja fram með peðunum í kongsfylkingunni. En þegar liann hefur hrókað drottningarmegin, þá er rétt af yður að sækja fram með peðunum í drottningarfylkingunni, en auðvitað í skjóli aðalmannanna. Vegna atlagna af þessu tagi er það venjulegast tryggara að liróka kongsmegin. Stundum getur það horið að, að heppilegra sé

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.