Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 21

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 21
11 þekkja leikaröð þessa, sein komið getur fyrir í kongsbragði: 1. e2—e4, e7—e5; 2. f2—f4, e5xf4; 3. Rgl—f3, g7—g5; 4. Bfl—c4, Bf8-g7; 5. d2—d4, d7—d6; 6. h2—li4, h7—h<i; 7. Rbl—c3, c7—c6; 8. h4 Xg5, h6xg5; 9. Hhlxh8, Bg7xh8; 10. Rf3—e5, d6xe5; 11. Ddl —h5, Dd8—f6; 12. d4xe5, Df6—g7; 13. e5—e6, Rg8—f6; 14. e6xf7f. Ef 8vart nú leikur rétt, sem sé Ke8—e7, mun það hafa bezt upp úr þessu, en ef það leikur Ke8—f8, þá er sigurinn auðunninn fyrir hvítt með leiknum 16. Bclxf4!. Eg skal nú að lokum tilfæra hér tafl eitt, er John Watkinson vann og sýnir ljóslega, hve óheppilegt það er leika kongshrókspeðinu fram á röngum tíma; það er þannig: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3, Rb8—c6; 3. Bfl—c4, Rg8—f6; 4. c2—c3, h7—h6?; 5. d2—d4, e5x d4; 6. e4—e.5, Rf6—h7; 7. 0—0, d4xc3?; 8. Rbl x c3, Bf8—e7; 9. Ddl—d3, 0—0; 10. Dd3—g6, d7—d5; 11. Rc3xd5, f7xg6 og livítt mátar í 2. leik. Forgjafir tíðkast ekki eins mikið nú eins og áður og margur ungur taflmaður hyggur það fyrir neðan sig að taka við slíku. Það er samt ekki rétt; takið forgjöf þegar liún býðst, því að þá leggur mótteflandinn sig meira í líma og þér munuð geta lært meira af taflinu, ef þér standið honum jafnara að vígi. Bezta æfing í skák er að fara á eptir yfir töfl, sem þér hafið tapað, og sjá hvar þér hafið gjört slæma leika eða hvað hafi orðið yður að falli. Ef þér venjið yður á þetta, verður líka mjög auðvelt fyrir yður að muna töfl og taflstöður utan að; reyndar er misjafnt live mönnum tekst það. Þegar tafli yðar er komið svo, að engin von er um að vinna, þá skuluð þér gefast upp, lieldur en að vera að berjast fram í rauðan dauðann og þreyta og ergja mótleikandann með því. Það er líka nokkuð þreytandi, þegar tafl- maður er allt of lengi að hugsa sig um leika, og á liinn bóginn hafa menn lítið gaman af að tefla við menn, sem eru fljótfærir og hugsunar- lausir. Eigi heldur skuluð þér gjöra neitt það, er trufli mótstöðumann yðar eða ergi hann að raunalausu, og bezt er að venja sig á að fylgja stranglega skákreglunum, ekki að taka upp gjörða leika og fleira þess konar. Eitt hið ófyrirgefanlegasta í skákfélögum er það, þegar áhorfendurnir blanda sér í taflið og lofa eða lasta gjörðir teflendanna. Eitt heilræði að lokum: Látið ekki skáktaflið fá svo mikið vald yfir yður, að þér vanrækið annað, sem meira er um vert og yður ber að gjöra. Thomas Aveky frá Birmingham, vitur maður og góður taflmaður, hefur sagt þessi orð: “Skák er kennari æskulýðsins, huggun hins miðalðra og unun ellinnar. En látið hana ekki ná ofmiklum tökum, því eg þekki þess dæmi, að við það hafa eignir tapazt. Skáktaflið veitir skemmtun, unun, huggun og fræðslu en það er ekkert lífsstarf,”

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.