Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 42

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 42
32 Úr skákríki voru. Hra. Ingvab. Guðmundsson á Sveinagörðum ritar oss 2. febrúar síðastlið. á þessa leið: “Það getur ekki heitið annað en að skáktaflið sé hér ungt í -*■ aldri, því 1846 fluttist það út hingað með prestinum síra Jóni Noiuimann og þekkti þá enginn hér til skákar að minnsta kosti um langt tímabil, því afi minn, sem var um sjötugt, þegar eg var unglingur, sagði, að hann laefði ekki heyrt nefnt skáktafl í sínu ungdæmi. Faðir minn lærði að tefla af síra Jóni ásamt Guðjóni bróður sínum og kunnu engir að tefla nema þeir i þau 3 ár, sem síra Jón dvaldi hér. Jafnframt skal þess getið, að hann átti skákbók, sem við höfðum úr okkar skákreglur og voru þær þannig útaf brugðnar við það, sem stendur i litla skákbæklingnum, að þegar peði var komið upp, mátti eigi kjósa annan mann en þann, sem á reitnum hefur staðið, og þó ekki nema maður sá væri fallinn, en þegar peð komst á kongsreit, þá kallaðist það lalli og var ódræpur fyrir öllu nema konginum einum; að drepa í framlijáhlaupi þekktist ekki. Strax i æsku lærðum við bræðurnir að tefla af föður okkar og bjuggum við okkur til taflómyndir, sem nægðu þó til þess, að við gátum æft okkur, og þannig útbreiddist það á eyjunni, að við kenndum það öðrum drengjum, þvi fátt var þá um skemmtun hér nema íslenzka spilið alkort. Frá því fyrsta hefur litið verið tíðkuð hér valdskák og kunna engir hana hér nema eg og J Sæmundue Jónatansson og synir minir.” Með bréfi þessu fylgdu nokkrar uppskrifaðar valdskákir, sem bréíritarinn hefur teflt nýlega, og er þeirra getið hér síðar. Þessi frásögn Ingvars bendir auðsjáanlega á það, að skáktafl hefur um tima legið alveg i dái i Grimsey og eyjarskeggjar verið búnir að gleyma því, en svo hefur síra Jón endurvakið það. Þessa eru mörg dæmi með töfl og spil, þau eru um langa tíð höfð i mestu hávegum, en leggjast svo smámsaman niður og hverfa ef til vill með öllu, en svo einhvern góðan veðurdag risa þau upp á ný að gefnu tækifæri eins og fuglinn Fönix af ösku sinni og þá opt með enn meira fjöri en áður. -Vér skulum tilfæra eitt dæmi þess, hve töfl geta lagzt niður á skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum tefldu landar vorir i Kaupmannahöfn mjög mikið kotru, svo að varla þótti sá maður með mönnum, er kunni ekki að tefla hana. Nú heyrist þar aldrei kotra nefnd, hvað þá heldur að hún sé tefld, skáktaflið hefur algjörlega útrýmt henni. — Sá maður, sem endurlifgaði skáktafl í Grímsey, var síra Jón Jónsson kallaður Noeðmann. Hann vigðist 1846 til Miðgarða i Grimsey, en fékk Barð i Fljótum 1849 og hélt því brauði til dauðadags; hann drukknaði í ós úr Hópsvatni 15. marz 1877, 57 ára gamall; hann var að allra dómi mesti gáfu- og menntamaður, skáldmæltur og — eptir því sem Ingvar segir góður taflmaður. En það væri fróðlegt að vita, hvaða bók um skák það var, sem hann átti og Ingvar talar um; það getur varla hafa verið nein útlend skákbók; ef til vill hefur það verið íslenzkt skákhandrit.

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.