Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 16

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 16
6 með 3. leik sínum býður þannig fram peð. Sömu snöru má og leggja, þegar hvítt, eptir að svart hefur séð við Evansbragði með Bc5—b6, leikur riddarapeðinu fram og setur á riddarann. Svarti riddarinn má þá til að fara burt, en fari hann til d4, eins og beinast sýnist liggja við, þá er enn meiri möguleiki fyrir, að spunnið verði silki á leikn- um. Hér gildir sem sé hið machiavelska heilræði: “Þegar þú býrð yfir svikum, þá dyl þín ítrustu áform.” Onnur lík gildra er í Evans- bragði, þegar svart tekur bragðapeðið með riddaranum í staðinn fyrir með biskupnum. Þar er svarta kongspeðið líka látið óvaldað, en eigi heldur þá verður það tekið að skaðlausu, því að svart vinnur mann við svarleik sinn Dd8—g5. Spænski leikurinn er að vísu nokkuð dauf byrjun, en þó auðug af herbrögðum; eptir 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3, Rb8—c6; 3. Bfl — b5, Rg8—f6; 4. d2—d3, gæti svart reynt Rc6—e7 og ef hvítt leikur 5. Rf3xe5, þá svarar svart c7—c6 og vinnur aðalmann fyrir tvö peð, en má þó vera á varðbergi gegn 6. Re5—c4, sem gjöra mundi kæfingarmát. — Enn annað í sömu byrjun: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl —f8, Rb8—c6; 3. Bfl—b5, a7—a6; 4. Bb5—a4, Rg8—f6; 5. 0—0, d7—d6; 6. d2—d4, b7—b5; 7. Ba4—b3, e5xd4 og ef hvítt skyldi leika 8. Rf3xd4, vinnur svart mann við Rc6xd4; 9. Ddlxd4, c7— c5; 10. D færð, c5—c4. Uppáhald margra taflmanna er eptirfylgjandi leikaröð, sem við fyrsta álit blekkir flesta: 1. e2—e4, e7 — e5; 2. Rgl—f3, Rb8—c6; 3. Bfl—b5, Rg8—f6; 4. 0—0, Rf6xe4; 5. Hfl—el, Re4—d6; 6. Rbl —c3, Rd6xb5; 7. Rf3xe5, nú ætti svart að leika Bf8—e7 og mundi þá ekki standa ver að vígi í taflinu. En gjörum nú ráð fyrir, að svart leiki 7...., Rc6xe5; 8. Helxe5f, Bf8—e7; 9. Rc3—d5, 0—0; 10. Rd5xe7f, Kg8—h8; 11. Ddl—h5 (ógnandi með Dh5xh7 og máti í næsta leik), g7—gii; 12. Dh5—h6, og ef d7—d6; 13. He5—h5, g6xh5; 14. Dh6—f6=þ. Ef svart hins vegar leikur 7......, Rb5xc3, tapast maður við 8. Re5 X c6f, Bf8—e7; 9. Rc6 X e7, Rc3 X dl; 10. Re7 —c6f, Dd8—e7; 11. Rc6xe7 o. s. frv. Gildra er og í við-séðu drottningarbragði eptir 1. d2—d4, d7—d5; 2. c2—c4, e7—e6; 3. Rbl—c3, Rg8—f6; 4. Bcl—g5, Rb8—d7; 5. c4 Xd5, e6xd5, hvítt virðist vinna peð við 6. Rc3xd5, en tapar þá manni við Rf6xd5; 7. Bg5xd8, Bf8—b4f. Samúel Boden (1826—1882) var vanur að skýrgreina bragð þannig, að það væri “byrjun þar sem fórnað væri peði eða aðalmanni til þess að ná verri taflstöðu” og þessi lýsing á einmitt við bragð það, sem við hann er kennt. í*að er á þessa leið: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Bfl—c4, Rg8—f6; 3. Rgl—f3, Rf6xe4; 4. Rbl—c3, Re4xc3; 5. d2xc3 og hið rétta svar svarts er hér f7—f6 (undantekning frá reglu þeirri, er áður hefur

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.