Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 15

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 15
5 að liróka ekki en færa konginn til f2 [f7] til þess að koma hróknum þegar í stað á el [e8], og svo ef nauðsynlegt er til frekari tryggingar að færa konginn á gl [g8]. Þetta er kölluð óregluleg hrókun og er hún stundum hagkvæmari en hin venjulega eða reglulega. Kongurinn er nú á tímum látinn taka meiri þátt í baráttunni en áður tíðkaðist og hefur Steinxtz komið því á, sem ljóst má sjá af töflum hans. Þegar drottningar og hrókar eru fallnir, skuluð þer láta konginn ganga djarflega út á borðið peðunum til hjálpar og má hann sín þar opt meira en biskup og riddari, báðir þessir menn og jafnvel hrókur og riddari megna lítt að gjöra honurn mein á miðju hálfauðu horði. I tafllokum, þar sein aðallega eru kongar og peð, vinnur opt sá, sem betur kann að beita kongi sínum. Það er ofmikið að ætlast til, að viðvaningur geti teflt tafllok verulega vel, en til þess að tefla þau þolanlega, þarf hann að hafa ljósa hugmyúd um það, sem kallað er andspæni. Því er ítarlega lýst í öllum skák-kennslubókum, en einfaldasta mynd þess er það, þegar tveir kongar standa. andspænis hvor öðrum og einn reitur í milli; sá, sem þá á fyr leik, verður að halda undan og tapar and- spæninu, en hinn heldur því. Með því að nota reglur þær, sem fyrir þessu eru gefnar, getið þér vitað vissu yðar um, livor kongurinn nái andspæninu 1 liverri taflstöðu og fundið út, hvort kongur geti náð peði eða ekki. Að vísu nota menn ekki að öllum jafnaði þessar reglur, en reikna út í hvert skipti, hvað heppilegast sé að gjöra. Sumir halda því fram, að alltaf beri að fara í mannakaup, ef maður eða peð vinnist við þau, og það getur verið og er rétt, ef takmarkið er einungis að vinna, en þess minna gætt, livernig unnið er; að öllum jafnaði mun þó að minnsta kosti fallegra að temja sér snoturleik og riddaraskap eigi síður í skák en öðru og, hvenær sem auðið er, heldur bregða sverðinu en beita bareflinu. Lokaatlagan að konginum, sem hvert fullkomið tatí endar með, er undirbúin smámsaman á ýmsan hátt og skákkænskan er ekki einungis í því fólgin að skipa mönnunum liaganlega, heldur líka, þegar því er að skipta, að upphugsa brögð, er komið geti mótstöðumanninum á kaldan klaka. Mörg brögð af því tagi eru til, sum æfagömul, sum yngri, og víst munu þau verða á vegi yðar og ættuð þér því að kynna yður nokkur þeirra að minnsta kosti. Einfalt bragð kemur fyrir í byrjun þeirri, er hér fer á eptir: 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3, Rb8—c6; 3. Bfl—c4 og svart svarar með Rc6—d4, og leyfir því að taka kongspeðið, en ef livítt tekur það (Rf3xe5), þá 4......, Dd8—g5 og stendur bæði á riddaranum og kongsriddarapeðinu; ef 5. Re5xf7, Dg5xg2; 6. Hhl—fl, Dg2xe4f og vinnur. Það hlýtur að vekja grun, ef umhugsun er með, að svart

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.