Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 12

Í uppnámi - 25.04.1902, Blaðsíða 12
ingunum. Að leika d7—d5 gefur og mönnum yðar stundum betra svifrúm, þegar þeir eru komnir út á borðið og er opt byrjun til atlögu á miðfylkingu óvinarins. Það er ef til vill mest um vert í skák að beita rétt peðum sínum og eg vil jafnvel segja, að ekkert beri jafnljósan vott um ágæti skák-herforingja sem það, hve fimlega hann beitir þessum hermönnum sínum. Þér gjörið rétt í því að mynda trausta miðfylkingu með peðum yðar og drepið heldur með peðum gegn miðju borðsins heldur en til hliðanna, því að það getur veikt stöðu yðar. Peð standa bezt á 2. [7.] og 3. [6.] reitaröð, en lengra, komin peð er opt erfitt að valda og vernda. Færið því peð því að eins fram á 5. [4.] reitaröð, að þér þá þegar gjörið atlögu eða viljið skipta á því. Að sækja ofiangt fram með peðum sínum í meðaltaflinu getur og haft þær afleiðingar, að svo nefudar “holur” myndist, sem sé óvaldaðir reitir, þar sem mótleikandi geti sett riddara sína, en peðin geta ekki flæmt þá burt, af því þau er oflangt komin. Það er ágætt að geta komið riddara sínum í slíka “holu” og ef það skyldi nú vera á f5 [f4], þá yrði riddarinn mótleikanda mjög óþarfur, einkum ef hann hefur hrókað kongsmegin. Margir ungir taflmenn og líka eldri hafa þann sið að færa annað- hvort hrókspeðið fram um einn reit, þegar þeir vita ekki hverju þeir eiga að leika, og slíkt getur koinið fyrir snemma í tafli. Við slíku er ekkert að segja, ef það gjörir ekkert tjón t. a. m. með því að kvía riddarann inni, en þó er ráðlegast fyrir taflmanninn að athuga vel taflið og gæta þess vel, hvort hann gæti engu öðru leikið, er betur mætti að haldi koma. En ef þér hafið hrókað kongsmegin, skuluð þér vera varkár með að leika h2—h3 [h6—h7] nema mótleikandi hafi líka hrókað þeim megin, því að þér gefið honum þá færi til að leika h7—h6 [h2—h3] og svo g7—g5 [g2—g4] og g5—g4 [g4—g5]. Eigi skuluð þér setja það fyrir yður, þótt þér hafið tvöföld peð á b-, c-, f- eða g-reitalínunum, en tvöföld hrókspeð eru næsta veik fyrir. Það er ekki heppilegt að valda kongspeðið á e4 [e5] með f2—f3 [f7—f6] nema í hliðarleik (fianchetto), því að þá má taka það með riddara og ef þér svo takið riddarann aptur með peðinu, getur mótleikandi skákað meó drottningunni og getur nokkur hætta af því stafað. Við fyrstu leika tafls skuluð þér ávallt hafa það fyrir augum, að lcoma mönnum yðar á framfæri. Leik báðum riddurunum fram á undan drottningarbiskupi. Biskup vinnur bezt í fjarlægð, en riddari hlýtur ætíð að berjast í návígi. Að vísu er riddari og biskup taidir nálega jafngildir í skák, en gildi þeirra getur þó orðið mismunandi í ýmsum taflstöðum. Því skuluð þér, áður en þér skiptið á þeim mönnum, athuga vandlega, hvort yðar maður eða maður mótstöðumannsins muni hafa meiri áhrif' á taflstöðuna. I seinni tíð hefur það tíðkazt mjög

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.