Heimir - 01.09.1908, Page 1

Heimir - 01.09.1908, Page 1
Heill en ekki hálfur. F MARGIR AF ÞEIM, sem frjálslyndi unna í trú- málum, eru hræddir við að láta það koma greini- lega í ljós, með því að ganga í lið með þeim, sem eru að berjast fyrir útbreiðslu frjálslyndisins. Eg er ykkur samdóma, og eg ann félagsskap ykkar alls hins bezta gengis, segir margur. En þegar til þess kemur að vera ákveðinn með, þá eru nógar mótbárur; það sé nú ekki svo þægilegt fyrir sig; það geri svo sem minst til, þó nafnið manns sé hvergi, aðalatriðið sé hvaða skoðun maður hafi. Það er tvent í svona löguðum hugsunarhætti, sem þarf að athuga. Fyrst, hverskonar áhrif hann er líklegur til að hafa fyrir þann sem hann hefir, og í öðru lagi áhrif hans á málefnin. Sá er kallaður slæmur liðsmaður, sem hlífir sér í erviði og hættum. Fáir vilja vinna að nokkru verki með honum, og hann má eiga von á því, að sér sé brugðið um hinn ódrengi- legasta af öllum mannlegum ókostum ■—bleyðiskap. Að standa fremstur í fylkingu hefir jafnan þótt sæmdar merki á hverjum manni, og þeir, sem það hafa gert, hafa æfinlega borið mestan

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.