Heimir - 01.09.1908, Síða 16

Heimir - 01.09.1908, Síða 16
64 HEIMIR Hann skrifaði bók nm austurlönd, eftir þetta, og þar var Lispeth ekki nefnd á nafn. Þegar þrír mánuðir voru liönir fór Lispeth daglega til Nar- kunda, til að sjá hvort Englendingurinn kæini ekki eftir vegin- um. Það hughreysti hana, og prestskonan, sem sá að hún var ánægðari, hélt að hún væri að sleppa þessari villimannlegu og ruddalegu heimsku sinni. Nokkru seinna hjálpuðu þessar ferðir ekki lengur og hún varð mjög skapstygg. Þá hélt prestskonan að væri haganlegur tími til að láta hana vita hvernig í öllu lá— að Englendingur- inn hefði lofað að elska hana, aðeins til þess að hafa hana ró- lega;— að hann hefði aldrei meint neitt, og að það væri rangt og ósæmilegt af henni að hugsa til að giftast Englendingi, sem bæði væri af hœrri stigum og þar að auki hefði lofast til að gift- ast stúlku af sínu eigin fólki. Lispeth sagði að þetta væri hreint ómögulegt, vegna þess að hann hefði sagt að hann elskaði hana og að prestskonan hefði með sínum eigin orðum fullyrt að Englendingurinn kæmi aftur. „Hvernig getur það sern hann og þú sagðir verið ósatt?" spurði hún. „Við sögðum það sem afsökun, til að hafa þig rólega barn." „Þá hefir þú logið að mér," sagði Lispeth, „þú og hann." Prestskonan hneigði höfuðið og sagði ekkert. Lispeth þagði líka ofurlitla stund, svo fór hún út og ofan í dalinn, og kom aftur í fjallastúlku búningi, —hræðilega óþrifaleg— en hafði ekki nefdjásnið og eyrnahririgana. Hún hafði hárið flétt- að í löngum hárpísk og bundiö upp með svörtu bandi, sem fjallastúlkur bera. „Eg ætla að fara aftur til míns eigin fólks," sagði hún. „Þið hafið drepið Lispeth, það er dóttir gömlu Jadeh sem er eftir. —Dóttir „pahara" og þjónsins frá Tarka Deir. — Þið eruð öll lygarar Englendingar!" Þegar prestskonan kom til sjálfrar sín aftur, eftir þann hræðilega boðskap, að Lispeth hefði snúið aftur til guða móður sinnar, þá var hún farin, og kom aldrei aftur.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.