Heimir - 01.09.1908, Síða 22

Heimir - 01.09.1908, Síða 22
70 HEIMIR mér. Eg hefði heldur viljað búa í lágu hreysi, meö fléttaðann vínvið fyrir dyrustafi og horfa á berin roðna undan kossum haust-sólarinnar. Eg hefði heldurviljað vera bláfátækur bóndi, með ástríka konu við hlið mér, er sæti við prjóna sína í rökkr- inu, með börnin á knjám mér og arma þeirra um háls mér; eg hefði heldur viljað vera sá maður, og hverfa ofan í þvingandi þögn hins dreymandi dufts, heldur en vera keisaraleg persóna, valdagjörn, drápgjörn og fræg eins ogNapoleon mikli. Já, eg víldi þaö heldur—þúsund sinnum heldur.— HETJUR OG HRÆSNARAR. Trúið þið því, að mér finnst stundum að allir hræsnarar heirrsins eigi ekki einn einasta ærlegan blóðdropa til í æðum sínum. Mér þykir illt að vita til þess, að nokkur maður hafi nokkurntíma dáið píslarvættisdauða fyrir trú sína. Eg vildi að þeir, sem það geta, öfluðu sér vegsemdar á annan auðveldari hátt. Það er sorglegt að sjá góðum og trúum nianni fórnfært, fyrir dálítinn fllokk af hálfgjörðum skepnum og villidýrum. En það eru altaf til menn, einhverstaðar, sem ekki vilja víkja hárs- breidd út af réttum vegi. Það eru altaf, einhversstaðar til göf- ug hjörtu, viljug til að deyja fyrir háleita sannfæringu; og væri það ekki fyrir slíka menn, þá værum við enn í dag jafnir viltum rándýrum merkurinnar. Það hafa verið til menn sem ekkert vildu eía ofan í sig aftnr; og hefðu þær fáu, hraustu hetju-sál- ir ekki verið til, á öllum öldum, meira og minna, þá værum vér ennþá mannætur, með dýramyndir brendar á brjóst vor, dans- andi kringum eitthvert höggorms-skurðgoðið. Þegar eg les þessar hræðilegu bækur, finnst mér stundum að eg hafi orðið að þola allar píslirnar sjálfur. Mér finnst eg hafa staðið á strönd útlegðarlandsins, og horft tárvotum augum í áttina til föðurlandsins og heimkynna minna. Mér finnst eg hafa legið bundinn fram á einhverri sandströndinni, bíðandi þess, að verða svelgdur af flæðandi öldum hafsins. Mér finnst sem neglurnar hefðu verið rifnar af fingrum mér og nálum

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.