Heimir - 01.09.1908, Síða 2
50
HEI M I R
heiöur úr býtum þegar lífsreikningurinn hefir veriö geröur upp
af óvilhöllum mönnum. Sá sem mikiö vill á sig leggja til þess
aö þaö starf, sem hann tekur þátt í, geti gengið greiðlega er
góöur liösmaður. Menn bera gott traust til hans, og menn
bera virðingu fyrir honum fyrir ósérhlífni hans og ötulleik. Til
hins, aftur á móti sem er sérhlífinn, bera samverkamennirnir
ekkert traust. Hvað mikiö sem hann talar um aö æskilegt sé
að verkið gangi vel, bætir þaö ekkert álit hans ef hann sýnir
ekki aö sér sé alvara meö því aö vinna ósleitilega sjálfur.
Hann veröur aö sinámenni í allra augum, og að síðustu í sínum
eigin augum, þar sem aftur á móti ósérhh'fni maöurinn vex og
verður að meiri inanni, bæöi í meövitund annara og sinni
eigin, eftir því sem hann sýnir drenglyndi sitt oftar.
Svona er því varið viö öll störf lífsins þar sem menn vinna
hver viö annars hliö, þar er þaö aö gera sinn hluta af verkinu
jafnan talinn langbezti kosturinn á hverjum manni.
Alt félagslíf, hverju nafni sem nefnist, er samvinna. Menn
mynda félög málefnunum til stuönings vegna þess aö reynsian
sýnir að meðþvíverður tilganginum, nefnilega viðgangi málefn-
isins, betur náö, heldur en meö því að hver og einn vinni útaf
fyrir sig. Félagsskapurinn er nauösynlegt meðal til þess aö aö-
altilganginum verði náð. Það má líkja honum viö verkfæriö,
sem unniö er meö. Hvaða þýöingu hefir þaö nú fyrir manninn
sjálfan að hann starfi í þeim félagsskap er heldur fram þeim
málefnum, er hann álítur að vera góð málefni, og hann vill aö
verði sigursæl? Það hlýtur að minnsta kosti að hafa þá þýðingu
að gefa honutn meövitund um aö hann liggi ekki á sínu liöi,
hann hlýtur eins og hver ósérhlífinn starfsmaður aö finna til
þess að hann gjöri skylau sína, og að honum ber réttur hluti
þess heiöurs, sem sigri málefnisins er samfara, En hinn mað-
urinn, sem ekki vill vinna með þeim, sem hann er þó samdóma
hvað skoðanir snertir, hlýtur aö hafa hið gagnstæða á sinni
meðvitund. Hann hlýtur aö kannast við meö sjálfum sér að
hann sé sérhlífinn; og hann hlýtur einnig að hafa þaö álit á
sjálfum sér í augum annara. Hann lætur aðra gera það sem er
hans skylda aö gera. Hann ætlar sér að njóta ávaxtanna án