Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 4
52
H E I M I R
Enginn vill víst láta skoBa sig sern styrktarmann tveggja
gagnstæöra skoBana, en þó eru margir þaö í raun og veru.
Menn ljá þeirri skoöun, sern þeir álíta ranga, oft liö sitt nreö
því aö fylgja ekki ákveönir þeirri, sem þeir álíta rétta. Allir
þekkja dæmi þess, aö málefni veröi fyrir miklum hnekki vegna
þess aö rnenn, sem segjast vera þeinr hlyntir, sýna þaö ekki í
verkinu. Aö vera ekki beinlínis meö er oft að vera óbeinlínis
á móti. Öll málefni tapa í raun og \eru á stefnuleysinu og
hringlandaskapnum. „Þaö hefir enginn gagn af þvíauganu senr
hann sér ekki með", og þaö er ekkert liö í þeirn neinstaöar,
sern hvergi vilja vera einlægir og óskiftir. Sá sem vill gera
einhverju málefni gagn, getur engan veginn betur gert þaö en
meö því einu, aö kannast viö aö hann sé fylgjandi þess.
Þaö þykir bera vott um frjálslyr.di og umburöarlyndi viö
alla aö vera ekki ákveöinn íylgismaöur neins. En geta menrr
oröið svo frjálslyndir, aö vilja ekki fylgja frjálslyndinu sjálfu,
eöa svo umburöarlyndir aö geta ekki unnið meö þeim, er viður-
kenna sjálfsagðan rétt og skyldu hvers rnanns aö hugsa fyrir
sig sjálfur? Fer ekki svipaö fyrir þessurn rnönnum og uglunni,
sein hélt fram aö tungliö væri bjartara en sólin? Þaö var nátt-
ugla, sem aldrei haföi séö sólina. Þess vega fanst henni sjálf-
sagt aö ekkert gæti verið bjartara en glætan sem hún haíöi van-
ist. Margir eru svo hrifnir af sínu eigin frjálslyndi í trúmálum
t. d. aö þeir sjá ekki, aö þetta þeirra eigin frjálslyndi er bara
eins og dauft tunglskin í samanburði viö sólskin, þegar þaö er
boriö saman viö frjálslyndi þeirra, er hafa gert frelsi og framför
í trúmálum að sínu málefni. Oft er líka frjálslyndistalið ekkert
annað en viðbára, senr er annaðhvort bygð á misskilningi eða
viljaleysi til þess að taka nokkra ákveöna stefnu.
Það er hverjum rnanni til sænrdar að vera hreinn og beinn
og ákveðinn fylgjandi þess málefnis, er hann hefir sannfæringu
um aö sé gott málefni. Og til þess aö geta veriö þaö þarf hann
að vera starfandi meölimur í þeim félagsskap, er leitast viö að
útbreiða þaö málefni. En þaö má aldrei gleymast að félags-
skapurinn sjálfur er aldrei annaö en verkfæri til aö framkvæma
eitthvað það, sein menn aðeins geta framkvæmt í sameiningu.