Heimir - 01.09.1908, Side 20

Heimir - 01.09.1908, Side 20
68 HEI MIR Það er því með ánægju og þakklæti að Heimir minnist hans að hann var einn meðal margra vorra gömlu landnámsmanna hér, er vildi að hlutskifti niðjans, hér í þessu nýja landi, mætti verða andlegt frelsi og sjálfstæði, engu síður en veraldlegt. Trúna á mátt og megin mannanna áleit hann holiari og meir til giftu en trúna á ómátt og ómegin. Að mörgu leyti var Guttormur éinkennilegastur og íslenzk- astur manna. Hann var bóndi í sjón og raun, eins og þeir gjörðust í fornri ííð, heimilis margur og engra manna malar- þurfi. Oft var hann fár í viömóti við fyrstu kynningu, lágtal- aður en fastmæltur, og þó undirniðri glettinn og gamansamur. Hann var rauður á hár og skegg, meir en meðalmaður að vexti, þrekinn vel en lítið eitt lotinn í herðum, bláeygður og brýndur vel, upplitsdjarfur og svipprúður, ekki ör til svars en orðsæll. I fáum orðum verður Guttormi Sigurðssyni ekki lýst. Hann var alla daga vinsæll maður, fastur í lund, karlmenni og mann- skapsmaður, og þó átti hann ekki lund með öllum. Hann var skoðanafrjáls, djarfur og hreinlyndur, vinur vina og fyrirmenni, mátti þar ætíð marin sjá þar sem hann var. Meðan heilsa hans leyfði, tók hann þátt í byggðamálum, og var hann þar jafnan hreinn og heill, en fast sótti hann það, sem hugúr hans bauð honum og heyktist ekki við, þó einhverjir væri móti. Dagsverk hans verður ekki talið hér, en skarð er höggvið í landnámsmannaihóp vorn við burtför hans, og það mikiö. Hann eftirlætur 6 börn, 2 dætur, báðar giftar, og býr önn- ur heima á Islandi, en hin (borbjörg) vestur við haf. Synir hans (4) Hallgrímur, Sigurður, þórarjnn og Jón, búa vestur í Foam Lake. Hans er sárt saknað af vinum og vandamönnum, því við burtför hans er brottkallaður góður drengur og sannur ís- lendingur.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.