Heimir - 01.09.1908, Síða 19
HEIMIR
67
Settust þau fyrst að nálægt Pembina í N. Dak. og eftir tæp
2 ár færSu þau sig til íslenzku byggðarinnar suðaustur af Hallson.
Árið 1896 fluttist Guttormur aftur með fólk sitt austur til
Minnesota ríkis, til hinnar svonefndu Roseau nýlendu, en er
íslendingar tóku sig þaðan upp 1903, fór hann vestur til Sask-
atchewan til hinnar þá nýmynduðu Foam Lake byggðar, og and-
aðist þar eins og áður er sagt, úr brjóstveiki er hann hafði
þjáðst af í mörg ár.
Jarðarför hans fór fram þann
'yj3. Júní, að viðstöddum fjölda
manns og töluðu yflr líkinu
frændi hans, síra EinarVigfús-
son frá Desjamýri og Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson. Guttormur
var jarðsettur á heimajörð sinni
og hvíldu þar fyrir tveir ætt-
ingjar hans.
Fyrst eftir að Guttormur
kom til Dakota byggðarinnar
tók hann þátt í Lútherskum
kyrkjumálum,en hvarf brátt þar
frá er frjálslyndar trúarhreyf-
ingar byrjuðu þar í byggð með
Menningarfélagsmönnum og
trúboði Björns heitins Péturs-
sonar, frænda hans. Enda
átti Guttormur aldrei heima í
orþodoxum félagsskap. Ríkt í
huga hans bjó sjálfstæðis þráin, er illa unir öllum höftum og
fyrirskriftum. Meðan honum entist aldurinn til, eftir það, var
hann einbeittur og áhugaríkur stuðningsmaður frjálslyndra trú-
mála. Þann tíma sem hann bjó í Roseau í Minn., stóð hann í
Unitariskum söfnuði hjá Síra Magnúsi J. Skaptasyni, og eftir að
vestur kom, til hinnar nýju byggðar við Foam Lake, sýndi hann
hinn sama áhuga og velvilja fyrir þeim málum, með því aö vilja
styrkja þau fyrirtæki er miðuðu í þá átt.