Heimir - 01.09.1908, Side 7

Heimir - 01.09.1908, Side 7
HEIMIR 55 ' landabúar höfum veriö aö læra um ljósið, og höfum tilbeöið það frá fyrstu tírnum. Fyrir fimm þúsund árum, eftir því sem fræðimenn Vesturlanda segja, á meðan sagan var enn óskráð, áöur en gríska og rómverska þjóðin var til, sungu vitringar hins forna Indlands sálm, sem enn í dag er sunginn af hverjum manni á Indlandi viö daglega guðsdýrkun sína. Yður mun finn- ast hann áhrifalítill, en hann er þvert á móti fyrir þá, sem hafa hann yfir á hverjum degi. „Ó, þú ljómandi vera, skapari als þess sem er. Vér hugleiðum þína hjálpandi dýrð. Láttu Ijós þitt skína í sálir vorar!" Já, vér höfum tilbeðiö ljósið, og félag vort fylgir sömu stefnu og benda á Ijósið. Það æskir eftir ljósi, og ljósið kemur ekki einuöngu úr austri, heldur alstaðar að, og vér könnumst við þann sannleik. Og þessvegna viðurkennum vér spámenn allra landa og ritningar allra þjóða í félagi voru. Vér berum lotningu fyrir Jesú jafnt og Buddha. Vér höfum Mohammed og Zoroaster í heiðri, og viö guösþjónustur vorar notum við jöfnum höndum Bhagavad Gita l\ Koraninn 2Í og Zend Avesta 3; bækurnar. Og á veggjum margra kyrkna vorra á Indlandi munduð þér finna útdrætti úr mörgum trúbókum heimsins. Frelsi— Hvaða iand hefir öllum ööruin frernur verið vagga mismunandi trúarbragða? og hvar hefir trúarlíf fólksins verið samgrónast daglegu lífi þess? A Indlandi. Og getið þér sagt mér, eða á eg að segja yður, hvar ofsóknir í nafni trúar- bragðanna hafa verið óþektar? Eg undanski! stutt tímabil und- ir stjórn vissra Múhameðstrúar stjórnenda. Að því tímabili undanteknu hafa trúarofsóknir aldrei þekst á Indiandi. Um- burðarlyndi og hugsanafrelsi hefir ekki einungis viðgengist, held- ur einnig verið látið óhindrað. Vér höfum frásögur af þingum, sem voru haldin í því skyni að ræða um trúmál við hirðir þjóð- höfðingja á Norður-Indlandi fyrir þrjú þúsund árum síðan. Mér þykir fyrir aö hafa ekki í frásögnunum séð neinstaðar getið um i) Eitt af elztu helKÍritum Hindúa. 2) Trúbók Múhameðstrúarmanna. 3) Ritninnar Zoroasters op fyltrjenda hans.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.