Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 23

Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 23
HEIMIR 71 stungið í blæðandi kvikuna. Mér finnst eins og fætur mínir hari verið krepptir í þröngum járnskóm, eins og eg hefði verið hlekkjaður niður í jarðhýsi Rannsóknar-réttarins,11 hlustandi með deyjandi von eftir fótataki lausnarinnar, mér finnst eg haía legið á höggstokknum og séð glitrandi axarblaðið falla að hálsi mér; mér finnst eg hafa legið á kvalatólinu og séð hvítar ásjón- ur hræsnisfullra presta lúta yfir mér, mér finnst eins og eg hefði verið tekinn frá arninum á heimili mínu, frá konu minni og börnum, dreginn, fjötraður, fram fyrir alþýðuna; eins og hrís- kösturinn hafi verið byggður í kring um mig og logatungurnar hafi sleikt limi mína og steykt augu mín, unz sjónin hvarf, og eins og öskunni af beinum mínum hefði verið dreift í allar áttir af höndum forlaganna. Og þó eg finni þannig til, þá sver eg, að meðan eg lifi skal eg gjöra það lítið eg get til að auka frelsi manna, kvenna og barna. Eg fyrirlýt þrælahald og hindurvitni, hvar sem er og hvenær sem er. Eg trúi á frelsi, ánægju, ást og gleði, í þessum heimi. Mig undrar að nokkur maður skyldi nokkurntíma voga sér að gjöra eitt og hugsa annað. -------o------- FAGRAR MÁLSGREINAR. —Hvað getum vér gjört? Vér getum hjálpað; hjálpað til að klæða þá nöktu og seðja þá hungruðu, hjálpað til að brjóta hlekkina af þeim sem í þrælkun er haldið. Vér getum hjálpað til að vefa saman hjúp ánægjunnar, sem skrýða skyldi þenna dapra heim. —Gakk þú um heimin, og vit þú til, að þar sem þú finnur minst af hjátrú og hindurvitnum þar finnur þú bezta menn, beztar konur og best börn. Þar er lyftivél mannfélagsins, ást og skynsemi, stöðugt að iðju sinni. Göfuglyndi er sá eini, rétti mælikvarðitilað verðleggja manninn. Það afplánar ótal syndir. —Eg trúi því að kærleiksríkt heimili sé sá heilagasti helgi- 0 The Inquisition =Þar sem sakamenn Rómverja vor Reymdir meðan þeir biöu dóms. Sjá Rómversk-Kaþólsku kyrkjusöRuna. Þýð.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.