Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 15
HEIMIR
63
ingjusöm á meðan hann var þar, því aS hún haföi fundiö rnann
til aö elska.
Þar sem hún var fædd af villimönnum, þá gjörði hún sér
ekkert far um að dylja tiliinningar sínar, cg Englendingurinn
haföi skemtun af. Þegar hann fór í burtu fylgdi Lispeth hon-
unr upp hæöina alla leið til Narkunda, nrjög áhyggjufull og sorg-
bitin.
Prestskonan, sem var vel kristin, og illa viö öll hneyksli,
en sem gat alls ekki rát5ið við Lispeth,— hafði beöiö Englend-
inginn að segja Lispeth að hann ætlaði að korraaítur og giítast
henni.
„Hún er aöeins barn, eins og þú sérö, og eg er hrædd um
aö hún sé heiðin í hjarta sínu," sagöi prestskonan. Svo allar
tólf mílurnar, upp hæðirnar, var Englendingurinn með hand-
legginn utanum mittið á Lispeth, að fullvissa hana um að hann
kæmi aítur til að giftast henni. Og hún lét hann lofa sér því
aftur og aftur; og hún grét á Narkunda hæðinni, þangað til
hann var horfinn sjónum hennar eftir veginum.
Þá þerrði hún af sér tárin, og fór heirn til Kotgarh aftur og
sagði viö prestskonuna: „Hann ætlar að koma aftur og giftast
inér. Hann fór heim til síns fólks, til aö segja því frá því."
Og prestskonan huggaði Lispeth og sagði: „Hann kenrur aftur."
Eftir tvo mánuði fór Lispeth að veröa óþolinmóð. Þá var
henni sagt að Englendingurinn hefði farið yfir hafið, til Eng-
lands. Hún vissi hvar England var, því hún hafði lesið ofurlitla
byrjunarbók í landafræði. En auðvitað haíði hún enga hug-
mynd um hafiö og eöli þess, af því hún var fjallastúlka. Það
var gamall hnatt-uppdráttur til í húsinu, er Lispeth hafði leikið
sér að þegar hún var barn. Plún gróf hann upp aftur, setti
hann sarnan á kvöldin og grét meö sjálfri sér, og reyndi aö í-
inynda sér hvar Englendingurinn sinn væri niöurkominn. Þar
sem hún vissi ekkert um fjarlægðir eða gufuskip, þá voru hug-
myndir hennar fremur ógreinilegar. Það heföi staðið á sama
þó hún hefði vitað þaö hárrétt, því Englendingnum datt alls
ekki í hug aö koma aftur til aö giftast fjallastúlku.
Hann gleymdi henni alveg þegar hann var á fiörildaveiðunum.