Heimir - 01.09.1908, Side 3
HEIMIR
5i
þess að hafa tekiö þátt í erviöinu. Afstaða hans er ógöfug og
ódrengileg. Hún getur ekki annað en haft niöurlægjandi áhrif
á hugartar hans. Það er í raun og veru ekkert eins ilt, og jafn-
skaðlegt fyrir drenglyndi einstaklingsins og að vita sig á ein-
hvern hátt hluttakandi í því, sem hann hefir ekki unnið fyrir og
þarafleiðandi ekki verðskuldar. En einmitt hjá því verður ekki
komist þegar um fylgi málefna er að ræða. Ef eg á annað borð
hefi stefnu, og þeirri stefnu er haldið fram af einhverjum flokki
manna, þá er eg hluttakandi í því sem þeim flokki verður áork-
að hvort sem eg hefi gjört mikiö eða ekki neitt þeim flokki til
stuðnings. I mannfélaginu eru ávextir þess starfs, sem í þarfir
opinberra málefna er unnið, í rauninni allra manna eign jafnt;
það getur enginn maður afsalað sér þeim, hversu feginn sem
hann vildi. Þess vegna getur enginn maður sagt að málefnin
sjálf, og það sem unnið er í sambandi við þau, komi sér ekkert
við. Það kemur hverjum og einum við, og það er ekkert nema
skammsýni að halda að maður eigi að láta alla hluti afskiftalausa
vegna þess að maður sé ekki neyddur til annars, og oft og einatt
verður sú skammsýni að þeirri löðurmannlegu hugsun, að hlífa
sjálfum sér vegna þess að aðrir muni taka á sig alt erfiðið.
Áhrif þessa sérhlífnis hugsunarháttar á málefnin sjálf eiu,
eins og allir vita, hin skaðlegustu. Margt gott málefni herir
beöið ósigur vegna hans. Viðgangur hvers málefnis er að mestu
leyti undir því kominn að það hafi fylgjendur; ekki velunnara,
sem ekkert gjöra sjálfir, heldur blátt áfram starfandi fylgjendur,
sem veigra sér ekkert við að standa í broddi fylkingar og taka
þátt í öllu því sem er erfiðast. Þesskonar fylgi þurfa öll góð
málefni að hafa, og að öðru fylgi er þeim í raun og veru lítið
gagn. Engri byrði verður lyft á þann hátt að menn standi í
kring um hana og óski að hún lyftist sjálfkrafa. En hvað þungri
byrði sem er verður lyft á þann hátt aö margir leggi fram ein-
hvern hluta afls síns til aö lyfta henni. Sé þeir margir sem það
gera þarf það sem hver um sig leggur fram ekki að vera mikið.
Svona er því einnig varið með málefnin. Þau vinnast aðeins
með því að þeim sé fylgt fram. Og eftir því sem fleiri gera það
eftir þvf vinnast þau fyr og betur.