Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 9

Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 9
HEIMIR 57 er vilji kærleiksríks fööur og móöur. Og þá komum vér aö síöasta oröinu — kærleikur. Vesturlanda fræöimenn hafa lagt sig mjög eftir því a'ö skilja heimspeki vora, en þaö er eitt sem þeir hafa yfirleitt ekki getaö skiliö til fulls, og þaö er hið hreina,— hiö verulega trúarlíf Indlands. Þaö felst í orðinu kærleikur— í orðinu „bhakti" eða „prema", sem þýöir kærleikur. 1 því felst kjarni trúarlífs fólks á Indlandi. Þaö eru þrjár aðferðir til fullkomnunar, sem mikið ber á í trúarlífi voru, — vegur þekkingárinnar, vegur kærleikans og vegur verkanna eða þjónustunnar. Vér, sem tilheyrum Brahmo-Somaj félagsskapnum, notum alla þessa vegi, og vilj- um sameina þá, viljum gera þá að einum vegi, en leggjum þó sérstaklega áherzlu á veg kærleikans, því hann leiðir til þekk- ingar og góðra verka. Oss er þekkingin ekki nóg, vér viljum einnig hafa kærleik- ann, og oss er það jafnvel ekki nóg, vér viljum hafa hina dýrð- legu ávexti kærleiksríkrar og trúrrar þjónustu. . Þessi fjögur orð; ljós, frelsi, trygð og kærleikur, útskýraað nokkru leyti hugsjónir þær sem vér höfum átt, og sem Brahmo- Somaj hefir gert aö tilgangi sínum, að útbreiða og gera að lif- andi sannfæringu á meðal fólks á Indlandi. Starfið er mikið. 300,000,000 manna, og hér er lítið félag 75 ára gamalt, sem hefir tekið sér fyrir hendur að hefja upp fólk, sem er í ástandi, sem þér getið að nokkru leyti gert yður grein fyrir. Vér höfum hinar beztu gáfur, hin göfugustu hjörtu og hinn einbeittasta og óeigingjarnasta vilja, sem til er í land- inu í þjónustu félags vors. Og, samt sem áður, ef þeir sem nú eru í félaginu ætti að afljúka verkinu einir mundi mikið af því verða ógert. En, því fer betur að hugsjónir vorar eru ekki ein- göngu vorar hugsjónir. Þær hafa útbreiðst á meðal fólksins meir og meir. Þær liggja í loftinu. Það eru til tugir félaga og þúsundir einstaklinga, sem vinna að þvísama sem félag vort hefir unnið að í 70 ár. Og þannig heldur verkið áfram. Yður mun varla undra að enn er rnikiö ógert. Hver meðlimur Brahmo-Somaj er trúboði og prédikari. Vér höfum fáar kyrkj-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.