Heimir - 01.09.1908, Qupperneq 14
62
HEIMIR
Hún útskýrði það fyrir prestinum að þetta væri maðurinn
sem hún ætlaði sér að giftast. Presturinn og kona hans héldu
strangar ræður yhr henni fyrir ósæmilega hegðan. Lispeth
hlustaði rólega á, en sat fast við sinn keip. Það þarf mikið af
kristindómi til að útrýma ósiðlegum austurlanda eðlishvötum,—
eins og að verða ástfanginn við fyrstu sjónhending. Lispeth,
sem hafði fundið mann þann sem hún tilbað, gat ekki séð hvers
vegna hún ætti að þegja yfir vali sínu. Hún haíði heldur ekki
í hyggju að verða send í burtu. Hún ætlaði sér að hjúkra
Englendingnum, þangað til honum væri batnað, og svo ætlaði
hún sér að giftast honum,— það var hennar stefna.
Eftir hálfsmánaðar væga hitasótt fór Englendingurinn að
ná sér aftur, og hann þakkaði prestinum og konu hans og Lis-
peth,- sérstaklega Lispeth -fyrir góðsemi þeirra.
Hann var ferðamaður á Indlandi, að hann sagði. — Það
var aldrei talað um heims ferðalanga á þeim dögum, meðan
póstskipaferðir voru fáar og í bernsku.— Hann hafði komið
frá Dehra Dem, til að leita að jurtum og fiðrildum í Simla-hæð-
unum. Enginn í Simla þekkti neitt til hans. Hann hélt að
hann hefði dottið fram af kletti, þegar hann var að teygja sig
eftir burkna, á fúnum trjábol, og að fylgdarmennirnir hefðu
stolið farangrinum og hlaupið á burtu. Hann ráðgerði að fara
aftur til Simla, þegar hann væri orðinn dálítið hressari, -— hann
kærði sig ekkert um meiri fjallagöngur. Hann flýtti sér ekkert
að komast í burtu og var seinn að ná sér aftur.
Lispeth vildi hvorki þýðast ráðleggingar prestsins né konu
hans, og þessvegna talaði prestskonan við Englendinginn, og
sagði honum hvað Lispeth bjó í brjósti. Hann hlóg og sagði
að það væri fallegt og rómantískt, en þar eð hann væri trúloí-
aður stúlku heima, þá myndi ekkert slíkt koma til mála. Auð-
vitað myndi hann fara gætilega,— og hann gjörði það.
Samt sem áður þótti honum gaman að tala við Lispeth,
að ganga með henni og segja henni ýmislegt fallegt og kalla
hana gælunöfnum, á meðan hann var að hressast til að komast
í burtu. Það hafði alls enga þýðingu fyrir hann, en það var
henni meira en allir hlutir í heiminum. Hún var mjög ham-