Heimir - 01.09.1908, Síða 8

Heimir - 01.09.1908, Síða 8
56 HEIMIR fulltrúa frá Boston. Samt sem áöur er þaö áreiöanlegt aö þessi þing voru haldin, þó ekki væru þar fulltrúar frá öllum löndum. Já, frelsi hefir verið eitt af meginatriöum trúarlífsins á Indlandi. Næsta orðið er trygð.— Frelsi frammi fyrir heiminum, og trygð við Ijósið,— trygð við það ljós sem býr í sálum vorum. Trygð hefir verið eitt af meginatriðum trúarlífs þjóðar vorrar,— meginatriði, sem félag vort, Brahmo-Somaj, hefir tekið upp á sína stefnuskrá og leitast við að gera að sannfæringu fólksins. Trygð bendir á, að eitthvað sé til, sem knýr menn til að verá trúir og sýna hollustu, eitthvert lögmál, sem menn hlýða. Það er eitt orð vor á meðal sem sýnir þenna sannleika. Það er orðið „Karma" — verknaður. Þýzkur fræðimaður einn getur einhversstaðar um ofurlítið atriði, sem kom fyrir hann á ferðalagi á Indlandi. Hann rnætti manni, sem varfæddur blind- ur, og spurði hann hvað hann héldi að væri orsök þess að hann væri blindur. Blindi maðurinn svaraði rólega: „Það hlýtur að vera afleiðing einhvers ills verks, sem eg framdi í mínu fyrra lífi." Þér getið kallað þetta hjátrú, forlagatrú eða hvað sem þér viljið, en það er eitthvað stórkostlegt við þá hugsun að kannast við að ekkert sé óréttlátt, að í alheiminum sé réttlæti, að eins og vér sáum munum vér og uppskera, og það jafnvel þó vér viturn ekki nákvæmlega hvar og hvenær, að vér verð- skuldum það sem vér verðum að þola. Það er eitthvað við þessa hugsun. Það er ekki nauðsynlega forlagatrú. Þessari kenningu er haldið fram í hinn mest virtu bók Hindua, Bhaga- vad Gita; og samt er spjaldanna á milli í henni þeirri fögru kenningu haldið fram, að vér verðum að starfa og stríða án tillits til afleiðinganna. í einu gömlu riti er djúp tilfinning deyjandi manns látin í ljósi. Maðurinn segir: „Ó, þú andi minn, snú þú aftur til hins ódauðlega lofts; ó, þú líkami minn, hverf og verð að dufti; en sála mín, mundu, mundu, mundu eftir verkum þínum." Vér hlýðum lögmálinu, en vér skoðum það sem lögmál kærleikans; ekki hefndarinnar lögmál, sem refsar til þess að bæta og hefja upp. Það er kærleikans lögmál— lögmál, sem

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.