Heimir - 01.09.1908, Síða 10

Heimir - 01.09.1908, Síða 10
58 HEIMIR ur og mjög fáa presta, sem er borgaö fyrir starfa sinn og gera ekki annað. Og þeir sem fá borgun, fá aöeins nógu mikiö til aö geta lifað samkvæmt hinum fornu trúarbragöahugmyndum vorum og fyrirmælum. Vér vinnum allir. Og samt, í landi sem hefir 300,000,000 íbúa, sem eru undir hinni tvöföldu bölv- un fátæktar og vanþekkingar, sem eru undir útlendri stjórn, er undirokar landið bæöi stjórnmálalega og fjármunalega, þegar landiö er f niöurlægingar ástandi, þegar ný lög eru stööugt sam- in til aö eyðileggja innlendan iðnað, í landi, þar sem hið opin- bera kostar engu til almennrar uppfræöslu og þar sem mentun er svo dýr aö hinir fátækari geta alls ekki orðið hennar aðnjót- andi, í landi, sem hefir mörg ólík tungumál og ólíka lifnaöar- háttu, í landi þar sem' slæmt heilbrigðiseftirlit og fátækt orsaka árlega drepsóttir, er á sumum árum verða svo miljcnum skiftir aö dauðameini,— í landi sein hefir jafnmörg stjórnmálaleg, félagsleg, mentaleg og trúarbragðaleg var:dk\ aði við að berjast, furðar yður þó að þeir, sem aðhvllast hugsjónir þær er Brahmo- Somaj aðhyllist, hafi nóg verk fyrir höndum alla daga ársins? Já, og þeir gera það með glöðu geöi, og hið bezta er, að þeir gera það ekki einir. Vér stærum oss ekki af því að standa ein- ir á orustuvellinum. Vér höfum stórar hugsjónir til að vinna fyrir, en þessar hugsjónir eru líka eign annara, og margir af þeim tilheyra ekki félagi voru, en vinria samt að því sarna. í morgun hitti eg tvo rnenn af mínu þjóðerni, sem höfðu alist upp með kristnum mönnum. Eg er heiðingi, en í samtali mínu við þá fann eg, að þegar alt kom til alls var enginn rnunur á okkur; mínar hugsjónir og vonir voru þeirra hugsjónir og vonir, og við gætum unnið saman, hlið við hliö, mannfélaginu til blessunar. Annar þeirra eða máske báðir munu tala til yðar. Annar mað- ur sem er fylgjandi spámannsins15 mun einnig tala til yðar, og jafnvel orð hans verða ef til vill ekki ólík mínum. Þannig, vinir mínir, störfum vér og vonum, og í heimi, sem stjórnast af guðs vilja megum vér búast viö að vel fari meðan vér störfum með göfugar og varanlegar hugsjónir fyrir augum 1) Múhameds.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.