Heimir - 01.12.1909, Qupperneq 2

Heimir - 01.12.1909, Qupperneq 2
HEIMIR 74 En um leið og hugurinn lyftist upp frá hversdagsstritinu og baráttunni gerir samhygðin vart við sig; þá verður hluttekningin meiri á allan liátt. Vér þurfum ekki annað en að sjá eitthvað óvanalegt bera að höndum til að sannfærast um það. Um jólin leggja ilestir hversdagsstöríin, og' að einhverju leyti líka hversdagshugsunarháttinn til síðu. Menn hafa þá stundarhlé til að lyfta liuga og hjarta upp yfir hiö algenga og var.alega, og njóta lífsins meööðrum í nýrri mynd. Meðöðrum orðum : jólin auka samhygðina; lífiö verður alt í einu bjartara og gleðiríkara vegna þsss að hugurinn beinist út á við, til þeirra. sem með eru á lífsleiðinni. — Þess vegna fagna menn komu jólanna. Enginn maður, sem sögur fara af hefir kent mönnum sam- hygð og kærleik eins og Jesús. A hjátrúarfullri og illa npp- lýstri öld gerðu menn hann að guöi, sem átti að hafa dáið fórnardauða fyrir syndir heimsins. Síðan færði kyrkjan hátíð, sem afar lengi var búin að eiga sér stað yfir á ímyndaðan fæðingardag hans, og upp frá því var hún látin heita fæðingar- hátíð hins krossfesta Krists, sem með dauða sínum átti að liafa frelsað mennina. Kristur kyrkjunnar er ein af þeim hugmyndum mannanna sem vara á meðan skilyrði þeirra eru fyrir hendi og hverfa síðan. A bak yið hugmyndirnar er hinn hugsandi maður. Það setn varir er viðleitnin og vaxandi möguleikar til að hugsa sannari og göfugri hugsanir, en hver hugsun út af fyrir sig er eðlilega breytingurn háð. En eitt er það sem deyr aldrei, hið Iifandi eftirdæmi, sem sem hinir beztu og sönnustu menn skilja eftir í heiminum. Það líf, sem að maðurinu Jesús, er var fæddur og uppalin í Nazaret á Gyðingalandi, óþektur mestan hluta æfi sinnar, lifði hefir enn í dag gildi fyrir oss, vegna þess að það var líf fult af kærleik og samhygð til mannanna. Höldum þá jólahátíðina til minningar um, ekki einn mann, heldur um alla þá sem hafa reynt að efla kærleika, frið og sam-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.